BREEAM vottunarkerfið

Yfirlit yfir íslensk BREEAM verkefni má finna hér. 

breeam.png
Fremsta vistvottunarkerfi fyrir byggingar í heimi

BREEAM er eitt víðtækasta og þekktasta vistvottunarkerfi fyrir byggingar í dag sem hvetur bæði til sjálfbærrar byggingarhönnunar sem og vistvænnar stjórnunar á verk- og rekstrartíma.

BREEAM vottunarkerfið notar viðurkenndan kröfuramma við frammistöðumat á hönnun, verktíma og rekstrartíma byggingar en tekið er tillit til fjölmargra þátta, allt frá vistfræði til orkunotkunar.

Frá árinu 1990 hafa 200 þúsund byggingar fengið BREEAM vottun og yfir milljón verið skráðar í vottunarferli

Allar tegundir bygginga er hægt að byggja með viðmiðum BREEAM vottunarkerfisins en notendur BREEAM eru allt frá viðskiptavinum til skipulagsyfirvalda, atvinnuþróunarstofnana ásamt fjármögnunar- og þróunaraðilum til þess að skilgreina frammistöðu bygginga á sviði sjálfbærnis.

BREEAM gefur stig og flokkar umhverfisáhrif á eftirfarandi hátt:

 

    Orka

       Gæða- og umhverfisstjórnun

               Heilsa og vellíðan

               Samgöngur

               Vatnsnotkun

               Efnisnotkun

               Úrgangur

               Mengun

               Landnotkun

               Vistfræði

Fasteignasalar nota BREEAM til þess að kynna umhverfislegan ábata og ávinning fyrir kaupendum.

Hönnunarteymi nota BREEAM til þess að auka gæði bygginga sem hannaðar eru.

Framkvæmdarstjórar nota BREEAM til að draga úr rekstrarkostnaði byggingar.

BREEAM In-Use

BREEAM tekur ekki einungis til nýbygginga því einnig er til BREEAM In-Use sem útvegar eigendum bygginga, íbúum, mannvirkjastjórum og fjárfestum sannfærandi aðferð til þess að meta áhrif og frammistöðu bygginga sinna og ákvarða hvar tækifæri liggja til umbóta.

Af BREEAM In-Use veitist margvíslegur ávinningur en allar tegundir bygginga geta notað BREEAM In-Use matsferlið. Fyrirtækjum er gefið færi á að:

 • Meta frammistöðu eignasafns

 • Greina ófullnægjandi eignir

 • Leita leiða til úrbóta

 • Draga úr rekstrarkostnaði eignar

 • Hámarka frammistöðu eignar í umhverfismálum

 • Fá yfirsýn yfir frammistöðu eignasafns í heild

 • Hámarka frammistöðu núverandi stjórnunarkerfa í umhverfismálum

 • Efla gildi og söluhæfi eignar

 • Útvega kerfi til þess að meta og bæta samfélagslega ábyrgð fyrirtækja

 • Útvega skýran og einfaldan vettvang fyrir húsráðendur, eigendur og leiguliða til þess að benda á og ræða umbætur á byggingu

Hér að neðan hefur Grænni byggð tekið saman helstu verkefnin á Íslandi sem hafa fengið BREEAM vottun eða eru í vottunarferli.​ Viðmið fyrir BREEAM nýbyggingar má finna hér.

 • Höfðabakki 9, skrifstofur. Fullnaðarvottun fyrir endurgerð eldri byggingar

 • Snæfellsstofa, gestastofa og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri. Fullnaðarvottun.

 • Náttúrufræðistofnun, fullnaðarvottun.

 • Sundhöll Reykjavíkur,

 • Fangelsið á Hólmsheiði, hönnunarferlið

 • Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, hönnunarvottun.

 • Landspítalinn sjúkrahótel. Í fullnaðarvottunarferli.

 • Urriðaholt. Fyrsta BREEAM-vottaða hverfið á Íslandi.

Náttúrufræðistofnun: Mynd frá heimasíðu VERKÍS

Urridaholtid.png

Snæfellsstofa: Mynd frá Verkís

Sundhöll Reykjavíkur: Mynd frá heimasíðu Reykjavíkurborgar

Veröld Hús Vigdísar: Mynd frá heimasíðu Háskóla Íslands

Hakið: Mynd frá heimasíðu Gláma KÍm

Hús Íslenskra Fræða: Mynd frá heimasíðu Framkvæmdasýslu Ríkisins

 • Hús íslenskra fræða. Í hönnunarvottun.

 • Hakið, stækkun gestastofu Þingallarþjóðgarðs. Í fullnaðarvottunarferli.

 • Dalskóli í Úlfarsfellsdal

 • Veröld hús Vigdísar

 • Þjónustumiðstöð í Þjóðgarði Snæfellsjökuls á Hellissandi, í hönnunarvottun

 • Alþingi, nýbygging skrifstofa á Alþingisreit. Í hönnunarvottun.

 • Fiskislóð 37c

 • Meðferðakjarninn í Nýja Landsspítalanum (NLSH). Í hönnunarvottun.

 • Rannsóknarhúsið í Nýja Landsspítalanum (NLSH). Í hönnunarvottun.

 • Bílastæðahús í Nýja Landsspítalanum (NLSH). Í hönnunarvottun.

 • Hí bygging í Nýja Landspítalanum (NLSH). Í hönnunarvottun.

 • Hjúkrunarheimilið í Árborg. Í hönnunarvottun.

 • Isavia (SLN18). Í hönnunarvottun.

 • Lyngháls 4, skrifstofubygging, endurgerð húsnæðis. Í fullnaðarvottun.

 • Lyngháls 4, skrifstofubygging, nýbygging. Í fullnaðarvottun.

Grænni Byggð 2020

gb@graennibyggd.is

Sími: 692 2202

Árleynir 2-8, 112 Reykjavík

Kt: 460510-1550

 • Facebook
 • Twitter