BREEAM
BREEAM er eitt víðtækasta og þekktasta vistvottunarkerfi fyrir byggingar í dag sem hvetur bæði til sjálfbærrar byggingarhönnunar sem og vistvænnar stjórnunar á verk- og rekstrartíma. BREEAM vottunarkerfið notar viðurkenndan kröfuramma við frammistöðumat á hönnun, verktíma og rekstrartíma byggingar en tekið er tillit til fjölmargra þátta, allt frá vistfræði til orkunotkunar.

Frá árinu 1990 hafa 200 þúsund byggingar fengið BREEAM vottun og yfir milljón verið skráðar í vottunarferli
Allar tegundir bygginga er hægt að byggja með viðmiðum BREEAM vottunarkerfisins en notendur BREEAM eru allt frá viðskiptavinum til skipulagsyfirvalda, atvinnuþróunarstofnana ásamt fjármögnunar- og þróunaraðilum til þess að skilgreina frammistöðu bygginga á sviði sjálfbærnis.
Gefin eru stig í níu flokkum sem hafa mismikið vægi eins og sjá má hér að neðan.

Vistvottunarkerfi BREEAM á Íslandi
Notkun á BREEAM fer mjög vaxandi hérlendis og er það vottunarkerfi sem mest hefur verið notað. Á heimasíðunni greenbooklive.com er hægt að fletta upp öllum BREEAM vottuðum byggingum og skipulagi, matsmönnum o.fl. Vottanir fyrir Ísland má finna hér.
Hér að neðan hefur Grænni byggð tekið saman helstu verkefnin á Íslandi sem hafa fengið einhverja tegund BREEAM vottunar eða eru í vottunarferli.
Höfðabakki 9, skrifstofur
Snæfellsstofa, gestastofa og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri
Náttúrufræðistofnun
Sundhöll Reykjavíkur
(Sjá greinargerð hér)
Fangelsið á Hólmsheiði
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
Landspítalinn sjúkrahótel
Lyngháls 4, skrifstofubygging, nýbyggingar endurgerð húsnæðis
Hús íslenskra fræða





BREEAM In-Use
BREEAM tekur ekki einungis til nýbygginga því einnig er til BREEAM In-Use sem útvegar eigendum þegar byggðra bygginga, íbúum, mannvirkjastjórum og fjárfestum sannfærandi aðferð til þess að meta áhrif og frammistöðu bygginga sinna og ákvarða hvar tækifæri liggja til umbóta.

Af BREEAM In-Use veitist margvíslegur ávinningur en allar tegundir bygginga geta notað BREEAM In-Use matsferlið. Fyrirtækjum er gefið færi á að:
-
draga úr rekstrarkostnaði eignar
-
hámarka árangur eignar í umhverfismálum
-
fá yfirsýn yfir frammistöðu eignasafns í heild
-
uppfylla umhverfislöggjöf og staðla, þar á meðal ISO 50001 og ISO 1400
-
efla innri úttektir, rýniferli, og gildi og söluhæfi eignar
Hakið, stækkun gestastofu Þingallarþjóðgarðs
Dalskóli í Úlfarsdal
Veröld - hús Vigdísar
Þjónustumiðstöð í Þjóðgarði Snæfellsjökuls á Hellissandi.
Alþingi, nýbygging skrifstofa á Alþingisreit
Fiskislóð 37c
Meðferðakjarninn í Nýja Landsspítalanum (NLSH)
Rannsóknarhúsið í Nýja Landsspítalanum (NLSH)
Bílastæðahús í Nýja Landsspítalanum (NLSH)
HÍ bygging í Nýja Landspítalanum (NLSH)
Hjúkrunarheimilið í Árborg
Isavia (SLN18)
Smáralind
Kartínartún 2, Höfðatorg (BREEAM In-Use)
Urriðaholt (BREEAM communities)
BREEAM Communities
BREEAM býður einnig upp á vistvottunarkerfi fyrir hverfa- og deiliskipulög sem kallast BREEAM Communities. Þar eru innleiddar allar þær vistvænu áherslur sem þarf til að gera uppbyggingu nýs hverfis á forsendum umhverfisins og sjáfbærnis.
Eitt hverfi hefur þegar farið í gegnum BREEAM Communities vottun sem er Urriðaholt í Garðabæ. Til stendur að votta fleiri hverfi á höfuðborgarsvæðinu á næstunni.