top of page

Viðburðir á næstunni

Morgunfundur

25/02/2025

Eldri viðburðir

Morgunfundur: Ávinningurinn af viðhaldi innbyggðs kolefnis í fasteignum

24/01/2025

​Grænni byggð hélt á dögunum morgunfund í samstarfi við Iðuna fræðslusetur og Verkís, um ávinninginn af viðhaldi innbyggðs kolefnis í fasteignum. Viðhald fasteigna er sjaldan rætt í samhengi við samdrátt í kolefnislosun. Miklu frekar er rætt um efnahagslega hagkvæmni viðhaldsaðgerða. 

Ólafur Ástgeirsson, leiðtogi bygginga- og mannvirkjagreina hjá Iðunni setti fundinn og bauð áheyrendur velkomin. 

Ragnar Ómarsson, byggingafræðingur og viðskiptastjóri sjálfbærni hjá Verkís, hélt síðan fyrirlestur um málefnið og ræddi meðal annars hvernig samdráttur kolefnislosunar og kostnaðarhagkvæmni geta haldist í hendur, hvað felst í því að viðhalda innbyggðu kolefni, hvað björgunarverðmæti bygginga er og hvernig það er reiknað út.

Góð mæting var á fundinn sem var í streymi. 

Upptaka af fundinum verður aðgengileg hér innan skamms tíma.

Innbyggt kolefni RETT.png
ragnar.jpg

Heimsókn í Landsbankabygginguna

23/01/2025

Meðlimum Grænni byggðar bauðst þann 23. janúar að fara í heimsókn í nýtt húsnæði Landsbankans við Reykjastræti 6.

 

Húsnæði Landsbankans var tilnefnt til Grænu skóflunar árið 2024 og var til dæmis BREEAM vottað.  

Þátttakendur fengu kynningu á byggingarsögu húsins, hönnun, notkun, vottanaferli og fleiru. Þar á eftir fengu þátttakendur að skoða húsið með leiðsögn. 

Við þökkum Landsbankanum kærlega fyrir góðar móttökur!

IMG_0084.jpg
IMG_0082.jpg
IMG_0086.jpg
bottom of page