Viðburðir á næstunni
Morgunfundur
25/02/2025
Eldri viðburðir
Morgunfundur: Ávinningurinn af viðhaldi innbyggðs kolefnis í fasteignum
24/01/2025
Grænni byggð hélt á dögunum morgunfund í samstarfi við Iðuna fræðslusetur og Verkís, um ávinninginn af viðhaldi innbyggðs kolefnis í fasteignum. Viðhald fasteigna er sjaldan rætt í samhengi við samdrátt í kolefnislosun. Miklu frekar er rætt um efnahagslega hagkvæmni viðhaldsaðgerða.
Ólafur Ástgeirsson, leiðtogi bygginga- og mannvirkjagreina hjá Iðunni setti fundinn og bauð áheyrendur velkomin.
Ragnar Ómarsson, byggingafræðingur og viðskiptastjóri sjálfbærni hjá Verkís, hélt síðan fyrirlestur um málefnið og ræddi meðal annars hvernig samdráttur kolefnislosunar og kostnaðarhagkvæmni geta haldist í hendur, hvað felst í því að viðhalda innbyggðu kolefni, hvað björgunarverðmæti bygginga er og hvernig það er reiknað út.
Góð mæting var á fundinn sem var í streymi.
Upptaka af fundinum verður aðgengileg hér innan skamms tíma.


Heimsókn í Landsbankabygginguna
23/01/2025


