Grænni byggð er vettvangur um sjálfbæra þróun byggðar

Mynd: Ómar Óskarsson (mbl.is)

Grænni byggð (áður Vistbyggðaráð) eru félagssamtök sem rekin eru án hagnaðarmarkmiðs og starfa sem partur af alþjóðlega tengslanetinu World Green Building Council sem 70 ríki víðsvegar um heim eru partur af.

Tölur sýna að rekja megi um helming allrar auðlindanýtingar og allt að 30-40% orkunotkunar og 19% útblásturs til byggingariðnaðarins, sem gerir hann að þeim iðnaði sem losar mest af gróðurhúsalofttegundum á heimsvísu. Nýleg skýrsla sýnir að rekja megi um 15% losunar til byggingariðnaðarins í Noregi, þrátt fyrir að þau séu í sömu stöðu og Ísland, að nota endurnýjanlega orku til reksturs bygginga. 

Hlutverk okkar er að breyta hinu byggða umhverfi til vistvænni hátta þannig að Ísland standi við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum.

Innan Grænni Byggðar eru 56 aðildarfélög um allt land og er stjórn Grænni byggðar skipuð af fulltrúum frá aðildarfélögum þess.

Sjá hér kynningu stjórnarformanns um áherslur félagsins. 

Hlutverk Grænni byggðar

Fræða

 • Framleiðsla og útgáfa á fjölbreyttu fræðsluefni
   

 • Þátttaka í rannsóknar- og þróunarverkefnum
   

 • Reglulegir fræðsluviðburðir, pallborðsumræður og opinberir fundir um sjálfbæra þróun byggðar.

Hvetja

 • Við hvetjum aðila á markaði til að leggja sitt af mörkum og sýna samfélagslega ábyrgð í verki
   

 • Við hvetjum hið opinbera til þess að umbuna verkefnum sem uppfylla ákveðnar umhverfiskröfur með hagrænum hvötum
   

 • Við hvetjum til þess að hringrásarhagkerfið sé haft að leiðarljósi við byggingu, hönnun og rekstur á mannvirkjum.

Tengja

 • Við leiðum saman aðila hvaðanæva úr samfélaginu með sjálfbærni í nærumhverfinu að markmiði
   

 • Grænni byggð tekur virkan þátt í erlendu samstarfi við systursamtök sín, sérstaklega á Norðurlöndum, í gegnum verkefni og viðburði

Grænni heimsbyggð

Grænni Byggð hefur frá upphafi starfað að fyrirmynd Green Building Council sem starfrækt eru í um 70 löndum um allan heim. Frá 1. nóvember 2018 er Grænni byggð formlegur aðili að þessum alþjóðlegu samtökum. 

Samtökin vinna að margvíslegum málefnum sem snerta grænni byggð, sjálfbærri borgir og þéttbýli. 

Má til dæmis nefna verkefnið um 

Green mortgages í samstarfi við marga af stærstu bönkunum í Evrópu, verkefnið um GreenHomes og herferðin Better Places for People. 

World Green Building Council vinnur aktívt með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030 sem snertir hið byggða umhverfi. 

Frá fundi European Regional Network fyrir Green Building Councils í Evrópu, sem fyrrverandi stjórnarformaður Grænni byggðar, Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, sótti. 

Starfsfólk og stjórn

 

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir

Framkvæmdastjóri Grænni Byggðar

tk@graennibyggd.is

Þórhildur er orku- og umhverfisverkfræðingur með doktorspróf í kolefnisjöfnuðum byggingum frá Tækniháskólanum í Þrándheimi.  Þórhildur hefur víðtæka reynslu af vinnu við umhverfismál. 

Ragnar Ómarsson

Stjórnarformaður Grænni Byggðar

rom@verkis.is

Byggingarfræðingur hjá Verkis verkfræðistofu.

Kristjana Ósk Jónsdóttir

Gjaldkeri Grænni Byggðar

kristjana@reitir.is

Markaðsstjóri hjá Reitum fasteignafélagi með MS í fjármálum fyrirtækja.

Bjarni Þór Þórólfsson 

bjarni@buseti.is

Framkvæmdastjóri Búseta og stjórnarmaður hjá NBO (Housing Nordic) sem eru samtök norrænna húsnæðisfélaga.

Sigríður Ósk Bjarnadóttir 

sigridur@vso.is

Umhverfisráðgjafi með doktorspróf í burðarþolsverkfræði hjá VSÓ Ráðgjöf og aðjúnkt við Háskóla Íslands. 

Olga Árnadóttir, 

olga.a@fsr.is

 

Verkefnastjóri umhverfismála hjá Framkvæmdasýslu Ríkisins.

Ólafur H. Wallevik 

olafurw@ru.is

 

Forstöðumaður Rannsóknastofu byggingariðnaðarins hjá Nýsköpunarmiðstöð og prófessor við Háskóla Reykjavíkur.

Alexandra Kjeld

alexandra.kjeld@efla.is

 

Umhverfisverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu

 

Rekstur

Lög Grænni Byggðar má nálgast hér.

Ársskýrslur, reikningar og starfsáætlun
Fundargerðir

2021   Ársskýrsla     Reikningur     Aðalfundur    Starfsáætlun

2020   Ársskýrsla     Reikningur     Aðalfundur    Starfsáætlun

2019   Ársskýrsla     Reikningur     Aðalfundur

2018    Ársskýrsla     Reikningur     Aðalfundur

2017    Ársskýrsla     Reikningur​     ​Aðalfundur

2016    Ársskýrsla     Reikningur     ​Aðalfundur

2015    ​Ársskýrsla     Reikningur     ​Aðalfundur

2014    Ársskýrsla     Reikningur​     ​Aðalfundur

2013    Ársskýrsla     Reikningur     ​Aðalfundur

2012    Ársskýrsla     Reikningur​     ​Aðalfundur

2011    Ársskýrsla     Reikningur     ​Aðalfundur

2010    Ársskýrsla     Reikningur     ​Aðalfundur

2021 1 

2020 1 2 3 4 5 6 7 8 9

2019 1 2 3 4

20181 2 3 4 5 6 7 8  9                             

2017 1 2 3 4 5 ​

2016 1 2 3 4 5 ​

20151 2 3 4 5

2014 1 2 3 4 5

2013 1 2 3 4 5

2012 1 2 3 4 5​ 

2011​ 1 2 3 4 5 

2010 1 2 3 4 5 

Vistsporið - fréttabréf Grænni Byggðar

 2020 1 2 3

2016 1 2 ​

20151 2

2014 1 2

2013 1 2

2012 1 2 3 

2011​ 1 2 3

2010 1

Grænni Byggð 2021

gb@graennibyggd.is

Sími: 692 2202

Laugavegur 176 (Gamla sjónvarpshúsið) Reykjavík

Kt: 460510-1550

 • Facebook
 • Twitter

Fáðu fréttir frá Grænni byggð

Skráðu þig á póstlista​