Vistferilsgreiningar
Vistferilsgreining (e. Life cycle assessment, LCA) er aðferðafræði sem notuð er til að meta staðbundin og hnattræn umhverfisáhrif vöru eða þjónustu yfir líftímann eða „frá vöggu til grafar“. Tilgangurinn er að meta heildarumhverfisáhrif sem verða á öllum stigum vistferilsins eða yfir alla virðiskeðjuna, þ.e. vegna öflunar hráefna, framleiðslu, notkunar og förgunar. Staðalinn EN15978 Sustainability of construction works – Assessment of environmental performance of buildings – Calculation method er notaður til þess að ramma inn útreikninga um umhverfisáhrif bygginga yfir líftímann. Hér má kaupa norskan staðal um hvernig á að reikna út kolefnisspor bygginga.
Eftirfarandi forrit er hægt að nýta við gerð vistferilsgreiningar fyrir byggingar:
One Click LCA - Einfaldir LCA útreikningar í hönnunarfasa bygginga
LCAbyg frá Danmörku: Statens Byggeforskningsinstitut, Aalborg Universitet Kaupmannahöfn
OpenLCA frá GreenDelta í Berlín í Þýskalandi
Skýrslur Grænni byggðar um Vistferilsgreiningar

