top of page
Circon_logo.png

Fréttabréf

16.06.2023

Aðalbókasafnið í Helsinki, Oodi

Hagnýtu leiðbeiningarnar sem verið er að leggja lokahönd á í CIRCON verkefninu innihalda yfir 25 raundæmi um byggingar sem hafa verið byggðar með hringrásarhagkerfið að leiðarljósi. Eitt slíkt dæmi er aðalbókasafnið í Helsinki, Oodi, en hönnun þess er framúrskarandi þegar það kemur að aðlögunarhæfni byggingarinnar og samnýtingu rýma. 

Helsinki_library (8).jpg

Burðarvirki byggingarinnar er eins og ósamhverf brú, samansett af stálstokkum og bjálkum sem studdir eru af tveimur stórum stálbogum. Þessi lausn leiddi af sér súlulausu innra rými, og þar að leiðandi miklum sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Fyrir vikið hefur rýmið einstakt andrúmsloft sem laðar að hundruð gesta á hverjum degi. Núna er það meðal annars notað sem bókasafn, ráðstefnu- og sýningarými, samvinnurými, ljósmynda- og hljóðver, skrifstofuhúsnæði, eða kaffihús og veitingastaður.

Helsinki_library (2).jpg

Nánari upplýsingar um bygginguna má finna hér.

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES styrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands. Samfjármögnun frá pólska ríkinu nemur 54.213 evrum.

23.05.2023

Erindi um hringrásarhagkerfi í byggingargeiranum

Við fengum við þá ánægju að halda fyrirlestur fyrir nemendur frá Aalto háskólanum í Finnlandi um hringrásarbyggingar. Fyrir utan að ræða almennt um þá þætti sem tengjast hringrásarhagkerfinu í byggingariðnaðinum (t.d. aðlögunarhæfni eða að hanna til að taka í sundur), reyndum við líka að afsanna nokkrar mýtur um hringrásarbyggingar - eru þær alltaf dýrari í  uppbyggingu en þær hefðbundu, og er hringrásarhagkerfið alltaf tengt lægra kolefnisspori? Við munum skipuleggja nokkra fundi á næstunni og ræða þessi mál frekar.

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES styrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands. Samfjármögnun frá pólska ríkinu nemur 54.213 evrum.

10-11.05.2023

Samstarfsfundur í Póllandi

Í ágúst í fyrra fengum við heimsókn frá pólsku samstarfsfélögum okkar í CIRCON verkefninu. Nú var komið að okkur og við funduðum með þeim í Póllandi í síðustu viku. Nú er rúmt ár síðan verkefnið byrjaði, þannig að við ræddum bæði næstu skref og fórum yfir árangur okkar hingað til. 

Við fengum líka tækifæri til að skoða margar gamlar iðnaðarbyggingar sem hafa verið varðveittar sem hluti af menningararfi Sílesíusvæðisins í Póllandi.

Á myndinni er dæmi um verkamannabústað í Sílesískum iðnaðarbæ, en húsið er dæmigert fyrir tímabilið í kring um lok 19. aldar og byrjun 20. aldar. 

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES styrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands. Samfjármögnun frá pólska ríkinu nemur 54.213 evrum.

28.04.2023

Seinni vinnupakkanum er lokið

Í lok apríl verður öðrum verkpakkanum í CIRCON verkefninu lokið. Nýlega héldum við tvo vinnuhópafundi þar sem við ræddum aðallega hindranir (og hugsanlegar lausnir) við innleiðingu hringrásarbygginga á Íslandi. Niðurstaða þessara viðræðna verður birt á næstu mánuðum. Ert þú kannski með einhverjar hugmyndir um hvernig hægt sé að auðvelda gerð hringrásarbygginga og vilt deila þeim?

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES styrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands. Samfjármögnun frá pólska ríkinu nemur 54.213 evrum.

27.04.2023

Grænt stökk í mannvirkjagerð

Um 300 manns tóku þátt í viðburðinum Grænt stökk í mannvirkjagerð þar sem rætt var um umskipti yfir í sjálfbæran byggingariðnað með hringrásarhagkerfið að leiðarljósi. Meginskilaboð dagsins voru: Við getum þetta, en við verðum að vinna saman til að ná umskiptunum. Lykilfyrirlesturinn var fluttur af Anders Lendager, framkvæmdastjóra Lendager Group, sem sannaði að hringrásarbyggingar eru mögulegar, og afsannaði þá mýtu að hringrásarbyggingar séu alltaf mun dýrari en þær hefðbundnu. Samstarfsfélagi hans á Íslandi, Arnhildur Pálmadóttir, sýndi verkefni sín sem sannaði að þetta er líka möguleiki á Íslandi með því að skoða vandlega þau staðbundnu efni sem eru fáanleg.
Á sömu nótum kynntum við stutt yfirlit yfir nýjar áskoranir og breytingar á hlutverkum hagsmunaaðila þegar skipt er yfir í hringrásarhagkerfi í byggingariðnaði, sem er hluti af niðurstöðum CIRCON verkefnisins. Við ræddum einnig önnur yfirstandandi og nýlokin verkefni, með áherslu á þau sem tengjast Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030.

Hægt er að nálgast upptöku af fundinum hér.
Viðburðurinn var á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Grænni byggð.

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES styrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands. Samfjármögnun frá pólska ríkinu nemur 54.213 evrum.

08.12.2022

Síðasti CIRCON fundur árið 2022

Á síðasta CIRCON fundi ársins ræddum við fyrstu drögin af hagnýtu leiðbeiningunum með samstarfsaðilum okkar - Polish Green Building Council og Silesian University of Technology. En nú þegar það styttist í jólin, óskum við ykkur gleðilegrar hátíðir. Sjáumst árið 2023!

Last_meeting_2022_logo.png

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES styrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands. Samfjármögnun frá pólska ríkinu nemur 54.213 evrum.

01.12.2022

Nordic Circular Summit

Þrátt fyrir hlé á fundum okkar í CIRCON verkefninu erum við ekki sofandi. Í síðustu viku tókum við þátt í Nordic Circular Summit – stærstu ráðstefnu um hringrásarhagkerfið á Norðurlöndum, sem haldin var í fallega Stokkhólmi.


Það voru það mörg fróðleg erindi um hringrásarbyggingar að það er erfitt að nefna þau öll hér. Fyrir þá sem ekki gátu mætt, fylgist endilega með heimasíðu viðburðarins – kynningarnar ættu að birtast þar á næstu vikum.
En þessi tvö beinskeyttu skilaboð sitja eftir hjá okkur:
👉🏻Kari Herlevi frá Sitra sagði: „It is not just about maximising value; it is about reducing the negative impacts and then moving on to being nature positive“, og í kjölfarið sagði Nancy Bocken frá Maastricht háskólanum: „There is no business to be done on a dead planet, so focus on regeneration!“.👈🏻

Síðast en ekki síst verður næsti Nordic Circular Summit fundurinn í Reykjavík árið 2023!

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES styrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands. Samfjármögnun frá pólska ríkinu nemur 54.213 evrum.

31.10.2022

Fyrsta vinnupakkanum er lokið

Fyrsta verkpakkanum í verkefninu CIRCON hefur verið lokið. Sem hluti af fyrsta vinnupakkanum, héldum við tvo vinnufundi þar sem við ræddum hringrásarvísana, sem verða hluti af aðal niðurstöðu verkefnisins - leiðbeiningar um hringrásarhönnun.

Fyrirhugaðir hringrásarvísar taka tillit til eftirfarandi:
- magn endurnýttra efna sem notuð eru í byggingar- eða endurnýjunarferlinu;
- magn úrgangs minnkað við niðurrif eða endurnýjun;
- aðlögunarhæfni bygginga og möguleika á að taka bygginguna í sundur;
- möguleika á að deila rými;
- orkunýtni byggingar.
Leiðbeiningar með hringrásarvísunum ættu að vera birtar í síðasta lagi sumarið 2023.

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES styrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands. Samfjármögnun frá pólska ríkinu nemur 54.213 evrum.

05.08.2022

Heimsókn okkar í Dranga

Pólsku samstarfsaðilarnir okkar heimsóttu okkur í byrjun ágúst, og við nýttum tækifærið til að sýna þeim gott íslenskt dæmi um hönnun þar sem hringrásarhagkerfið hefur verið haft að leiðarljósi. Við heimsóttum Dranga á Skógarströnd, og þar tóku eigendurnir á móti okkur og sýndu okkur byggingarnar. Í dag eru þær nýttar undir gistiheimili og íbúðarhús, en áður fyrr stóðu þar mannvirki sem voru nýtt undir starfsemi bændabýlis (vélaskemma, fjós, íbúðarhús og hlaða). Mannvirkin voru byggð á 9. áratugnum og notuð til aldamóta, en voru í niðurníðslu þegar nýir eigendur tóku við þeim. Eigendur fengu Studio Granda til að annast hönnunina.

Drangar_CIRCON_team_photo_logo.png
Drangar_before_and_after.png

* Myndin að neðan: Dawid Franke.

Við endurbætur voru  dyra- og gluggaop að  mestu  óbreytt, vegna þess markmiðs að nýta eldri byggingarnar eftir fremsta megni. Einnig voru ytri veggir nýttir. Þó þurft hafi að endurnýja fjósþakið, þá var gamla bárujárnið nýtt sem steypumót í innveggi, og þaksperrum breytt í þó nokkur löng matarborð fyrir gesti. Steinsteyptir bitar og járngrindur úr fjósi fengu nýtt líf sem stétt og rúmgaflar. Jarðvegur var færður til á lóðinni, þannig að sem minnst aðflutt efni væri notað. Mykja úr fjósi var notuð sem áburður til trjáræktar, en eigendur hafa nú þegar gróðursett um 50.000 tré. Gamla íbúðarhúsið var innréttað með efnaafgöngum frá endurbótum á hlöðu og fjósi.

Drangar_tractor_shed.png
Drangar_farmhouse.png

Eina mannvirkið á lóðinni sem ekki hefur verið endurbætt er gamall súrheysturn frá því um miðja síðustu öld.  Aðspurður, sagði annar eigandanna: “Hvert virt gistiheimili eða hótel þarf að hafa gamlar rústir, svo við höfum einnig slíkar”. Þetta þýðir þó ekki að verkefnið sé búið, þar sem eigendur eru fullir krafti og áhuga á að þróa Dranga áfram.

Drangar_general_view.png

Nánari upplýsingar um Drangar má finna hér: 

  • Facebook
  • Instagram

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES styrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands. Samfjármögnun frá pólska ríkinu nemur 54.213 evrum.

04.08.2022

2022.08.05_Photo_Logo.png

Samstarfsfundur á Íslandi

Eftir stutt sumarfrí er CIRCON verkefnið komið aftur á fullt. Pólsku samstarfsaðilarnir okkar eru á landinu, og við höfum meðal annars rætt gögnin sem safnað var fundum vinnuhópanna, bæði á Íslandi og Póllandi. Við skoðuðum líka raunveruleg dæmi um byggingar þar sem hringrásarhagkerfið hefur verið haft að leiðarljósi við hönnun þeirra, og svo ræddum við að sjálfsögðu handbókina sem við erum að vinna í. Við ræðum núna næstu skref!

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES styrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands. Samfjármögnun frá pólska ríkinu nemur 54.213 evrum.

15.07.2022

Júlí samstarfsfundur

CIRCON teymið hvílir sig ekki þó það sé sumar! Í dag áttum við samstarfsfund með PLGBC Polish Green Building Council og Silesian University of Technology. Við ræddum drög af hringrásarvísunum, sem verða hluti af helsta afrakstur verkefnisins - leiðbeiningum um hringrásarhönnun bygginga.

2022.07.15 Spotkanie partnerow CRICON_Logo.png

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES styrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands. Samfjármögnun frá pólska ríkinu nemur 54.213 evrum.

15.06.2022

Colorful Flags

Kominn tími á sumarfrí – þrír fundir með vinnuhópnum eru þegar að baki

Við hittumst í þriðja sinn þann 15. júní 2022 og ræddum ítarlega núverandi hringrásarvísa sem finnast í vísindagreinum og skýrslum (og þeir eru margir - um 30!). Við reyndum einnig að móta helstu viðmið sem ættu vera tekin til greina við mat á hringrásarbyggingu í íslensku samhengi. Og nú er komið að sumarfríinu!

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES styrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands. Samfjármögnun frá pólska ríkinu nemur 54.213 evrum.

15.06.2022

Getur hringrásarhagkerfið leyst áskoranir íslenska byggingariðnaðarins?

Byggingargeirinn stendur frammi fyrir auknu álagi vegna brýnnar þarfar fyrir aukið húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, og á sama tíma virðast umskiptin yfir í vistænar hringrásarlausnir óumflýjanleg. Getur CIRCON tekið þátt í að því að létta byrðina? Smá fróðleikur var birtur um það í Frettablaðinu undir þessum hlekk:

 

 

Pile of Newspapers

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES styrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands. Samfjármögnun frá pólska ríkinu nemur 54.213 evrum.

2022.06.07_Website_WG2.png

07.06.2022

Annar fundur vinnuhópsins

Við hittumst í annað sinn þann 7. júní 2022. Að þessu sinni ræddum við hlutverk mismunandi hagaðila við að innleiða hringrásarhagkerfið í byggingu og á hvaða stigi yfir líftíma byggingarinnar væru mestir möguleikar á innleiðingu. Að lokum, þar sem það er engin algild skilgreining á hringrásarbyggingu, ræddum við hvað það í raun þýðir, og hvenær bygging getur talist vera hringrásarbygging.

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES styrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands. Samfjármögnun frá pólska ríkinu nemur 54.213 evrum.

25.05.2022

Fyrsti fundur vinnuhópsins er að baki

Þann 25. maí 2022 var fyrsti fundur vinnuhópsins, sem samanstendur af sérfræðingum úr allri virðiskeðju íslenska byggingariðnaðarins. Við ræddum mikilvægi þess að innleiða hringrásarhagkerfið í byggingargeiranum, helstu hindranir/áskoranir tengdar því og hvernig við getum flýtt fyrir umbreytingunni. Á myndinni má sjá viðhorf okkar til helstu hvata fyrir innleiðingu hringrásarhagkerfis í byggingargeiranum. Dettur þér í hug fleiri?

2022.05.25_First_WGM.png

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES styrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands. Samfjármögnun frá pólska ríkinu nemur 54.213 evrum.

2022.04.12_Kick_off_meeting_photo_logo.png

04.05.2022

Nýtt verkefni hefst um hringrásarhagkerfið

Þann 1. apríl 2022 hóf Grænni byggðð nýtt verkefni um hringrásarhagkerfið. Verkefnið heitir CIRCON – Hringrásarhagkerfið í byggingum: vistvæn hönnun hringrásarbygginga. Það mun standa yfir í 2 ár með tveimur samstarfsaðilum - Pólska Green Building Council og Silesian University of Technology.

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES- og Noregsstyrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands. Samfjármögnun frá pólska ríkinu nemur 54.213 evrum.

bottom of page