Circon_logo.png

Fréttabréf

05.08.2022

Heimsókn okkar í Dranga

Pólsku samstarfsaðilarnir okkar heimsóttu okkur í byrjun ágúst, og við nýttum tækifærið til að sýna þeim gott íslenskt dæmi um hönnun þar sem hringrásarhagkerfið hefur verið haft að leiðarljósi. Við heimsóttum Dranga á Skógarströnd, og þar tóku eigendurnir á móti okkur og sýndu okkur byggingarnar. Í dag eru þær nýttar undir gistiheimili og íbúðarhús, en áður fyrr stóðu þar mannvirki sem voru nýtt undir starfsemi bændabýlis (vélaskemma, fjós, íbúðarhús og hlaða). Mannvirkin voru byggð á 9. áratugnum og notuð til aldamóta, en voru í niðurníðslu þegar nýir eigendur tóku við þeim. Eigendur fengu Studio Granda til að annast hönnunina.

Drangar_CIRCON_team_photo.png
Drangar_before_and_after.png

* Myndin að neðan: Dawid Franke.

Við endurbætur voru  dyra- og gluggaop að  mestu  óbreytt, vegna þess markmiðs að nýta eldri byggingarnar eftir fremsta megni. Einnig voru ytri veggir nýttir. Þó þurft hafi að endurnýja fjósþakið, þá var gamla bárujárnið nýtt sem steypumót í innveggi, og þaksperrum breytt í þó nokkur löng matarborð fyrir gesti. Steinsteyptir bitar og járngrindur úr fjósi fengu nýtt líf sem stétt og rúmgaflar. Jarðvegur var færður til á lóðinni, þannig að sem minnst aðflutt efni væri notað. Mykja úr fjósi var notuð sem áburður til trjáræktar, en eigendur hafa nú þegar gróðursett um 50.000 tré. Gamla íbúðarhúsið var innréttað með efnaafgöngum frá endurbótum á hlöðu og fjósi.

Drangar_tractor_shed.png
Drangar_farmhouse.png

Eina mannvirkið á lóðinni sem ekki hefur verið endurbætt er gamall súrheysturn frá því um miðja síðustu öld.  Aðspurður, sagði annar eigandanna: “Hvert virt gistiheimili eða hótel þarf að hafa gamlar rústir, svo við höfum einnig slíkar”. Þetta þýðir þó ekki að verkefnið sé búið, þar sem eigendur eru fullir krafti og áhuga á að þróa Dranga áfram.

Drangar_general_view.png

Nánari upplýsingar um Drangar má finna hér: 

  • Facebook
  • Instagram

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES- og Noregsstyrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands.

04.08.2022

2022.08.05_Photo_Logo.png

Samstarfsfundur á Íslandi

Eftir stutt sumarfrí er CIRCON verkefnið komið aftur á fullt. Pólsku samstarfsaðilarnir okkar eru á landinu, og við höfum meðal annars rætt gögnin sem safnað var fundum vinnuhópanna, bæði á Íslandi og Póllandi. Við skoðuðum líka raunveruleg dæmi um byggingar þar sem hringrásarhagkerfið hefur verið haft að leiðarljósi við hönnun þeirra, og svo ræddum við að sjálfsögðu handbókina sem við erum að vinna í. Við ræðum núna næstu skref!

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES- og Noregsstyrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands.

15.07.2022

Júlí samstarfsfundur

CIRCON teymið hvílir sig ekki þó það sé sumar! Í dag áttum við samstarfsfund með PLGBC Polish Green Building Council og Silesian University of Technology. Við ræddum drög af hringrásarvísunum, sem verða hluti af helsta afrakstur verkefnisins - leiðbeiningum um hringrásarhönnun bygginga.

2022.07.15 Spotkanie partnerow CRICON_Logo.png

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES- og Noregsstyrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands.

15.06.2022

Colorful Flags

Kominn tími á sumarfrí – þrír fundir með vinnuhópnum eru þegar að baki

Við hittumst í þriðja sinn þann 15. júní 2022 og ræddum ítarlega núverandi hringrásarvísa sem finnast í vísindagreinum og skýrslum (og þeir eru margir - um 30!). Við reyndum einnig að móta helstu viðmið sem ættu vera tekin til greina við mat á hringrásarbyggingu í íslensku samhengi. Og nú er komið að sumarfríinu!

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES- og Noregsstyrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands.

15.06.2022

Getur hringrásarhagkerfið leyst áskoranir íslenska byggingariðnaðarins?

Byggingargeirinn stendur frammi fyrir auknu álagi vegna brýnnar þarfar fyrir aukið húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, og á sama tíma virðast umskiptin yfir í vistænar hringrásarlausnir óumflýjanleg. Getur CIRCON tekið þátt í að því að létta byrðina? Smá fróðleikur var birtur um það í Frettablaðinu undir þessum hlekk:

 

 

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES- og Noregsstyrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands.

Pile of Newspapers
2022.06.07_Website_WG2.png

07.06.2022

Annar fundur vinnuhópsins

Við hittumst í annað sinn þann 7. júní 2022. Að þessu sinni ræddum við hlutverk mismunandi hagaðila við að innleiða hringrásarhagkerfið í byggingu og á hvaða stigi yfir líftíma byggingarinnar væru mestir möguleikar á innleiðingu. Að lokum, þar sem það er engin algild skilgreining á hringrásarbyggingu, ræddum við hvað það í raun þýðir, og hvenær bygging getur talist vera hringrásarbygging.

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES- og Noregsstyrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands.

25.05.2022

Fyrsti fundur vinnuhópsins er að baki

Þann 25. maí 2022 var fyrsti fundur vinnuhópsins, sem samanstendur af sérfræðingum úr allri virðiskeðju íslenska byggingariðnaðarins. Við ræddum mikilvægi þess að innleiða hringrásarhagkerfið í byggingargeiranum, helstu hindranir/áskoranir tengdar því og hvernig við getum flýtt fyrir umbreytingunni. Á myndinni má sjá viðhorf okkar til helstu hvata fyrir innleiðingu hringrásarhagkerfis í byggingargeiranum. Dettur þér í hug fleiri?

2022.05.25_Website_WG1.png

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES- og Noregsstyrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands.

2022.05.16_Kick_off_meeting.png

04.05.2022

Nýtt verkefni hefst um hringrásarhagkerfið

Þann 1. apríl 2022 hóf Grænni byggðð nýtt verkefni um hringrásarhagkerfið. Verkefnið heitir CIRCON – Hringrásarhagkerfið í byggingum: vistvæn hönnun hringrásarbygginga. Það mun standa yfir í 2 ár með tveimur samstarfsaðilum - Pólska Green Building Council og Silesian University of Technology.

CIRCON verkefnið nýtur góðs af 361.422 evra styrkjum frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EES- og Noregsstyrki og samfjármögnun með ríkisstyrkjum Póllands.