top of page

Umhverfisyfirlýsing vöru (EPDs)

Umhverfisyfirlýsing vöru er íslenska þýðingin á "Environmental Product Declaration” eða EPD. Umhverfisyfirlýsing vöru er skjal sem gefur staðfestar upplýsingar um umhverfisáhrif yfir vistferil (líftíma) vörunnar, úr frá niðurstöðum lífsferilsgreiningar (LCA). EPD inniheldur einnig upplýsingarnar sem krafist er í sérstökum vöruflokkareglum (PCR) og í Almennum kerfisleiðbeiningum. Yfirlýsingin er staðfest af þriðja aðila sem gerir óháða úttekt á greiningunni.

Við undirbúning EPD er aðferðafræði notuð sem fylgir reglugerðum, og þannig byggist upp gagnsæi og traust á því að umhverfisfullyrðingar framleiðenda séu réttar. Slík yfirlýsing er að mörgu leiti lík innihaldslýsingum á matvöru, en í stað upplýsinga um næringargildi eru þar upplýsingar um umhverfisáhrif vöru.

Fyrsta íslenska Umhverfisyfirlýsing vöru var gerð fyrir Steinull, unnin af EFLU, staðfest af SINTEF byggforsk í Osló, og gefin út af EPD-Norge.

Frekari upplýsingar um EPD er hægt að finna á vefsíðunni International EPD System og í þessu myndbandi.

Opinn EPD gagnagrunn er að finna á vefsíðunni InData Network.

Vöruflokkareglur (PCR)

Vöruflokkareglur eru sérstakar leiðbeiningar um hvernig eigi að framkvæma lífsferilsgreiningu (LCA) fyrir tiltekinn vöruflokk. Nánar tiltekið felur það í sér, meðal annars, svokölluð kerfismörk (hvaða ferla og lífsferilsstig vöru ætti að taka til greina) og hvaða einingu skal notast við fyrir tilteknar vörur.


Frekari upplýsingar um PCR er að finna á vefsíðunni International EPD System og PCR bókasafnið má finna hér.

bottom of page