top of page

Byggjum grænni framtíð

Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030 var gefin út árið 2022 í þremur hlutum, á vegum samstafsverkefnis stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins, Byggjum grænni framtíð. Verkefnið á meðal annars rætur sínar að rekja til aðgerðar C.3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Vegvísirinn inniheldur markmið og aðgerðir til að draga úr losun byggingariðnaðarins. Aðgerðunum er skipt upp í 6 yfirflokka:
1.    Byggingarefni.
2.    Framkvæmdasvæði.
3.    Notkun.
4.    Lok líftíma.
5.    Skipulag og hönnun.
6.    Hvatar til umskipta.
Verkefnastjórn verkefnisins er skipuð fulltrúum frá Grænni byggð, Samtökum iðnaðarins, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Félagsmálaráðuneytinu og HMS.  Þóra Margrét Þorgeirsdóttir hjá HMS er verkefnastjóri.
Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu Byggjum Grænni framtíð.

bottom of page