Hringrásarhagkerfið
Hér má finna bækling Grænni byggðar og Mannvirkjastofnunnar um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði.
Hér má finna fyrirlestur um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði frá námskeiði um sjálfbærni í byggingariðnaði hjá IÐUNNI.
Draga úr – minnka neyslu
Endurnota
Gera við
Gera upp
Finna nýja notkunarmöguleika
Endurhugsa
Endurvinna
Endurframleiða
Endurhanna
Endurheimta
Sveigjanleg hönnun, hönnun með niðurrif og breytileika í huga að hanna út úrgang er einnig mikilvægar áherslur varðandi hringrásarhagkerfið.
Viðmið fyrir hringrásarbyggingu
Endurgerð - bygginga
-
a.m.k 50% endurnýtt efni – staðbundið
-
10% - endurnýtt efni - aðflutt
-
10% endurnýjanleg efni
Ný bygging
-
a.m.k 20% endurnýtt efni
-
a.m.k 20% endurnýtanleg efni
-
Umhverfislega rökstudd ákvarðanataka
Viðmiðin eru þróuð af GBC Norway og FutureBuilt.no og má finna hér.

Circl house í Amsterdam - hringrárarhönnun - mynd frá Architizer.com
Byggingarframkvæmdir leika mikilvægt hlutverk þegar kemur að því að skapa hringrásarhagkerfi. Á Íslandi er byggingariðnaðurinn ábyrgur fyrir gríðarlegu magni af notkun auðlinda og myndun úrgangs en til þess að koma í veg fyrir að auðlindir jarðarinnar gangi ekki til þurrðar þurfum við að gera róttæka breytingu á okkar neysluvenjum og framleiðsluaðferðum.

Mynd frá heimasíðu DGNB
Hringrásarhagkerfið er byggt á þremur megin reglum frá the Ellen MacArthur Foundation.
-
Hanna kerfi sem útrýmir úrgangi og mengun
-
Úrgangur er afleiðing ákvarðana sem teknar eru á hönnunarstigi. Því er mikilvægt að breyta hugarfari okkar þegar kemur að hönnun og líta á úrgangsmyndun sem hönnunargalla.
-
-
Halda vörum og efni í notkun
-
Mikilvægt er vörur og efni sem við framleiðum haldist inni í hagkerfinu okkar. Því þurfa vörur og efni að eiga greiða leið í endurnotkun, viðgerð eða endurvinnslu.
-
-
Endurnýja náttúruleg kerfi
-
Í náttúrunni er enginn úrgangur, því er mikilvægt að skila lífrænum úrgangi sem við tökum úr náttúrulegum kerfum aftur í hringrásina
-
Ýmist efni um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaðinum:
Hér má finna skýrsluna frá Arup Engineers í London fyrir "Circular Business Models for the Built Environment"
Hér má finna skýrsluna ,,The challenges and potential of circular procurements in public construction projects" frá Climate-KIC sem gefin var út í júní 2019.
Hér má finna skýrsluna ,,From Principles to Practices: First Steps Towards a Circular Built Environment" frá Ellen Macarther Foundation og ARUP sem gefin var út í maí 2019.
Hér má finna bæklinginn ,,Circular Economy in Cities, project guide" frá Ellen Macarther Foundation og ARUP sem gefin var út í mars 2019.
Hér má finna skýrsluna ,,Towards a Circular Economy in Cities, Assessing low carbon, healthy, responsible products for the construction sector" eftir Green Building Council í Írlandi sem gefin var út í júní 2018.
Hér má skoða fyrirlestur Grænni byggðar um hringrásarhagkerfið frá því í júní 2019 og fyrirlestur framkvæmdastjóra Grænni byggðar um Challenges and opportunities for a circular economy in the building sector.