top of page

Hringrásarhagkerfið

Circular_economy.png

1) Útrýmum sóun og mengun

Sóun er afleiðing ákvarðana sem teknar eru á hönnunarstigi. Þess vegna er nauðsynlegt að breyta hugarfari okkar þegar kemur að hönnun og líta á úrgangsmyndun sem hönnunargalla.

Byggingariðnaðurinn gegnir mikilvægu hlutverki í innleiðingu hringrásarhagkerfisins þar sem hann ber ábyrgð á umtalsverðri auðlindanotkun og úrgangsmyndun. Til að koma í veg fyrir auðlindaskort þurfum við að breyta neysluvenjum okkar og framleiðsluaðferðum á róttækan hátt. Hægt er að útskýra hringrásarhagkerfið með því að nota þrjár meginreglur frá Ellen MacArthur Foundation:

2) Dreifum vörum og efnum (á hæsta verðmætastigi)

Það er mikilvægt að vörurnar og efnin sem við framleiðum haldist innan hagkerfis okkar. Þess vegna verða leiðir til að endurnýta, gera við eða endurvinna að vera tiltækar víða.

3) Endurnýjum náttúruna

Hringrásarhagkerfið vinnur í þágu náttúrunnar með því að færa okkur frá töku til endurnýjunar, til dæmis með því að draga úr námuvinnslu hráefnis og skila þannig meira landi til náttúrunnar.

Helstu núverandi hindranir þess að innleiða hringrásarhagkerfið í byggingariðnaðinum eru: 

- skortur á lagaumgjörðum sem kveða á um endurnotkun efna,
- skortur á gögnum um efnisflæði og gæði efnis,
- skortur á þekkingu á hringrásarhönnun.

Circular_economy2.png

Það eru nokkur verkefni sem stefna að því að leysa ofangreind vandamál. Fyrsta dæmið eru viðmiðin fyrir hringrásarbyggingar sem FutureBuild hefur búið til, þar sem fram kemur að að minnsta kosti helmingur af efnisviði hringrásarbygginga þurfi að vera endurnýttur eða endurnýtanlegur. Viðmiðin ná einnig til annarra þátta, eins og til dæmis hönnunar fyrir aðlögunarhæfni. Frekari upplýsingar er að finna hér (FutureBuilt kriterier for sirkulære bygg; á norsku).

Annað dæmið eru leiðbeiningar ESB fyrir lagalega og tæknilega hagsmunaaðila og stefnumótendur í byggingariðnaðinum um hvernig eigi að innleiða hringrásarhagkerfið, sem má finna hér.

Hringvangur

Stofnaður var samstarfsvettvangur / tengslanet fyrir hringrásarhagkerfið í íslenskum byggingariðnaði í loks árs 2023. Vettvangurinn heitir Hringvangur, og Grænni byggð hýsir hann fyrst um sinn. Heimasíða er www.hringvangur.is

Viðbótarupplýsingar

Kostar meira að gera upp en að byggja nýtt? Svör við þessari og öðrum spurningum er að finna í ritum GBC Norway Tenk deg om før du river (Hugsaðu áður en þú rífur niður; á norsku).

Leiðbeiningar og viðskiptatæki fyrir fyrirtæki í byggingargeiranum um hvernig eigi að innleiða hringrásarlausnir í starfsemi sinni er að finna í Nordic Circular Economy Playbook 2.0.

bottom of page