Vistvottunarkerfi
Til eru margar mismunandi tegundir umhverfisvottana fyrir byggingar en almennt má segja að markmiðin með notkun þeirra séu að:
Auka gæði bygginga
Draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum
Byggja heilnæmar og öruggar byggingar
Draga úr rekstrarkostnaði
Þegar bygging er byggð eftir vistvottunarkerfi leggjast byggingar- og þróunaraðilar á eitt um að velja umhverfisvæn byggingarefni, tryggja gott aðgengi að sjálfbærum samgöngumátum og að orkunýtni sé með besta móti svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi hafa tvö vottunarkerfi verið notuð til þess að vistvotta byggingar og svæði, BREEAM vottunarkerfið og vottunarkerfi Svansins. Hér má finna yfirferð EFLU fyrir Vegagerðina um vistvottunarkerfi fyrir innviðaverkefni.
Vottunarkerfi á Íslandi

BREEAM
BREEAM er eitt víðtækasta og þekktasta vistvottunarkerfi fyrir byggingar í dag sem hvetur bæði til sjálfbærrar byggingarhönnunar sem og vistvænnar stjórnunar á verk- og rekstrartíma
