top of page

Vistvottunarkerfi

Til eru margar mismunandi tegundir umhverfisvottana fyrir byggingar en almennt má segja að markmiðin með notkun þeirra séu að:

- Auka gæði bygginga.

- Draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.  

- Byggja heilnæmar og öruggar byggingar.

- Draga úr rekstrarkostnaði.

Á Íslandi hafa helst tvö vottunarkerfi verið notuð til að votta byggingar og hverfi: BREEAM og Svanurinn.

BREEAM

BREEAM_logo.png

BREEAM er eitt víðtækasta og þekktasta vistvottunarkerfi fyrir byggingar í dag sem hvetur bæði til sjálfbærrar byggingarhönnunar sem og vistvænnar stjórnunar á verk- og rekstrartíma. BREEAM vottunarkerfið notar viðurkenndan kröfuramma við frammistöðumat á hönnun, verktíma og rekstrartíma byggingar en tekið er tillit til fjölmargra þátta, allt frá vistfræði til orkunotkunar. Þessir þættir eru metnir í níu umhverfisflokkum sem hafa mismikið vægi, eins og má sjá hér að neðan:

BREEAM_Weights.png

Meira um BREEAM vottunina má finna hér.

BREEAM vottaðar byggingar og framkvæmdir á Íslandi má finna hér.

Greinargerð um BREEAM vottun Sundhallarinnar í Reykjavík má finna hér.

SVANURINN

Swan_ecolabel_logo.png

Svanurinn er sam-norrænt vottunarkerfi sem margir ættu að þekkja enda víða sjáanlegt á vörum af ýmsum toga. Svanurinn vottar bæði vörur og þjónustu og er vottunarkerfi Svansins fyrir byggingar í örum vexti á Norðurlöndunum og víðar. Á Íslandi er Umhverfisstofnun umsjónaraðili Svansins og sér starfsfólk þess um að aðstoða fyrirtæki í gegnum vottunarferlið og að gefa leyfi til notkunar merkisins.

Frekari upplýsingar um Svansvottun og lista yfir Svansvottaðar byggingar má finna hér.

Önnur vistvottunarkerfi

LEED

Leadership in Energy and Environmental Design (LEED) er vistvottunarkerfi sem mikið er notað í Bandaríkjunum og Kanada. Það var búið til á tíunda áratugnum af Grænni byggð Bandaríkjanna (e. United States Green Building Council). Frekari upplýsingar má finna hér.

Level(s)

Level(s) er rammi þróaður af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að meta og gera grein fyrir frammistöðu bygginga í sjálfbærni. Frekari upplýsingar um Level(s) er að finna hér eða í myndbandinu hér að neðan.

bottom of page