
Græna Skóflan er viðurkenning fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum. Hér má finna upplýsingar um verðlaunin sjálf og verðlaunahafa.
Græna Skóflan
Græna Skóflan

Verðlaunin Græna skóflan voru veitt í fyrsta skipti á Degi Grænni byggðar 2022. Hún er viðurkenning fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum. Verðlaunin eiga rætur sínar að rekja til aðgerðar 6.9. í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030:

Um verðlaunin
Haustið 2021 fór fram samkeppni meðal nemenda Listaháskóla Íslands um gerð verðlaunagripsins. Sigur úr bítum í þeirri samkeppni bar Hekla Dís Pálsdóttir og er verðlaunagripurinn útfærður eftir hönnun hennar. Gripurinn er úr íslensku grágrýti. Arngrímur Guðmundsson sá um vinnuteikningar, Steinsmiðjan um að skera grágrýtið og Stálnaust um vatnsskurð.

Græna skóflan fyrir endurbætur

Haustið 2025 var í fyrsta skipti auglýst eftir tilnefningum til nýrrar viðurkenningar á vegum Grænni byggðar sem ber nafnið Græna skóflan fyrir endurbætur.
Græna Skóflan fyrir endurbætur er viðurkenning fyrir mannvirki sem hafa verið endurnýjuð með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum til að efla endurnýjun núverandi mannvirkja.Endurbótaverkefni sem hafa sannarlega sýnt fram á umhverfisvæn áhrif að framkvæmd lokinni hljóta hærra vægi.
2025
Opið var fyrir tilnefningar mannvirkja til Grænu Skóflunnar frá byrjun ágúst til byrjun september. Á þessu ári bárust tilnefingar fyrir fjölmörg framúrskarandi verkefni sem kröfðust vandaðrar og ítarlegrar yfirferðar dómnefndar. Dómnefnd var skipuð stjórn Grænni byggðar, og voru verðlaunin veitt á Degi Grænni byggðar þann 8. október.
Ein af helstu áherslum dómnefndar í ár var að verkefnið sýndi skýra nýsköpun, hvernig hægt er að stíga út fyrir hefðbundnar lausnir og varpaði þannig ljósi á það sem mögulegt er þegar skapandi hugsun og framkvæmd fara saman. Handhafar beggja viðurkenninga, Grænu skóflunnar og Grænu skóflunnar fyrir endurbætur, eru sterk fordæmi sem geta orðið öðrum framtíðarverkefnum hvatning og innblástur.
Græna skóflan 2025
Í niðurstöðu dómnefndar segir um mannvirkið:
Verkefnið sýndi fram á að jafnvel innan núverandi reglu- og lagaumhverfis er auðveldlega hægt að draga úr kolefnisspori og endurnýta ýmis byggingarefni samhliða alhliða hönnunargrunnreglum á farsælan hátt. Sé Háteigsvegur borin saman við sambærilega byggingu, er kolefnisspor verkefnisins um 50 prósent lægra. Háteigsvegur, leggur áherslu á aðgengi fyrir alla, hagkvæmni, notkun hágæða og heilnæmra efna, auk þess að skapa heimilislegt umhverfi.
Mannvirkið sem hlaut Grænu skófluna árið 2025 er Háteigsvegur 59
Háteigsvegur 59 er í eigu Félagsbústaða.
Að hönnun og framkvæmd stóðu eftirtaldir aðilar:
→Arkitekt/Aðalhönnuður: Arnhildur Pálmadóttir, s. ap arkitektar
→Brunahönnun: Örugg verkfræðistofa
→Burðarþolshönnun: HANNA verk verkfræðistofa
→Lagnahönnun: Varmboði
→Raflagnahönnun: Verkhönnun
→Verkkaupi: Félagsbústaðir
→Eftirlit: VSB verkfræðistofa
→Uppsteypa: Vinahús ehf.
→ LCA og LCC: VSÓ Ráðgjöf
Samstarfsaðilar verkefnisins sem tengjast efnisþróun og endurnýtingu
eru BM Vallá, Gluggagerðin, SSJ Steinsmiðja/Grafa og grjót,
Egill Árnason/Junckers parkett og Húsasmiðjan.

Græna skóflan fyrir endurbætur 2025
Í niðurstöðu dómnefndar segir um mannvirkið:
Menningarleg og söguleg þýðing þessa mannvirkis sameinast framtíðarsýn, þegar horft er til umhverfislegra þátta sjálfbærnis og má þá nefna atriði eins og að endurnýta eins mörg byggingarefni og hluti og hægt er en núverandi burðavirki er frá 1957, hanna bygginguna þannig að auðvelt sé að taka hana niður, velja heilnæm og endurvinnanleg efni og einnig að hugsa um að draga úr orkufari í allri notkun byggingarinnar.
Mannvirkið sem hlaut Grænu skófluna fyrir endurbætur árið 2025 er Stöng í Þjórsárdal.
Stöng er í eigu Minjastofnunar
Að hönnun og framkvæmd stóðu eftirtaldir aðilar:
→Arkitekt/Aðalhönnuður: SP(R)INT STUDIO
→Burðarþolshönnun: VSB Verkfræðistofa
→Landslagshönnun: SP(R)INT STUDIO
→Verkkaupi: Minjastofnun
→Framkvæmd endurbóta: Langeldur
→Umsjón framkvæmdar: FSRE

2024
Opið var fyrir tilnefningar mannvirkja til Grænu Skóflunnar frá maí og fram í miðjan ágúst. Í ár voru mörg afburðagóð verkefni tilnefnd og krafðist mikillar gaumgæfni dómnefndar. Það gefur góða tilfinningu að sjá natni hönnuða, framkvæmdaraðila og verkkaupa aukast með hverju árinu að þessu leyti. Dómnefnd var skipuð stjórn Grænni byggðar, og voru verðlaunin veitt á Degi Grænni byggðar þann 25. september.
Vistvæn mannvirkjagerð er margbrotin og að mörgu að hyggja. Áhersla á lækkun kolefnisspors byggingar var í ákveðnum forgangi hjá dómnefnd, en einnig var tekið mikið tillit til samfélagslegra áhrifa mannvirkisins.
Í niðurstöðu dómnefndar segir um mannvirkið:
Mannvirkið ber með sér vandaða hönnun og samræmingu allra sem að verkinu koma. Hún gefur sterka tilfinningu fyrir mannlegum skala og næmni gagnvart notandanum. Vellíðan notandans er hér í fyrirrúmi auk þess sem efnisval og meðhöndlun þess er unnin á forsendum umhverfisins og arkitektónískrar fagurfræði. Byggingin er vottuð af Svaninum - Norræna umhverfismerkinu sem einnig er hvatning til annarra hönnuða að nýta sér, til aukinnar vistvæni.
Niðurstaðan var einhlít þó svo að mjótt væri á munum
Mannvirkið sem hlaut Grænu skófluna árið 2024 er Urriðaból - leikskóli í Garðabæ
Urriðaból er í eigu Garðabæjar.
Að hönnun og framkvæmd stóðu eftirtaldir aðilar:
→Arkitekt/Aðalhönnuður: HJARK
→Arkitekt: Sastudio
→Burðarþolshönnun: Exa nordic
→Lagnahönnun: Teknik
→Raflagnahönnun: Lota
→Hljóðvistarhönnun: Myrra
→Landslagshönnun: Teiknistofa Norðurlands
→Verkkaupi: Garðabær
→Verktaki: Þarfaþing
→Eftirlit: Strendingur
→Aðalverktaki: Eykt ehf.

2023
Opið var fyrir tilnefningar mannvirkja til Grænu Skóflunnar frá því í lok apríl til 15. ágúst. Mörg framúrskarandi verkefni voru tilnefnd í ár, og voru mannvirkin fjölbreytt, allt frá stórum stofnunum til tilraunakenndra smáhýsa. Dómnefnd var skipuð stjórn Grænni byggðar, og voru verðlaunin veitt á Degi Grænni byggðar í lok september.
Í niðurstöðu dómnefndar segir um mannvirkið:
Þessi bygging bar af. Allt frá upphafi markaðist hönnun mannvirkisins af sjálfbærni, hvort sem litið er til framkvæmda- eða rekstrartíma. Áhersla var lögð á efnisval, innivist, orkumál og góða umhverfisstjórnun. Lífsferilsgreiningar og líftímakostnaðargreiningar voru notaðar við ákvarðanatöku í hönnun. Dagsbirtugreiningar voru framkvæmdar ásamt hljóðvistagreiningum. Sem dæmi má nefna að hljóðverkfræðingur skoðaði sérstaklega kröfur um hljóðvist fyrir notendur með sérstakar heyrnar- og samskiptaþarfir.
Segja má að einstakur metnaður hafi verið lagður í að tryggja vellíðan vistmanna samhliða því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum byggingarinnar.
Það var mikill samrómur innan dómnefndar og ég held að við séum sammála um að hér sé á ferðinni verkefni sem sýnir:
• Framúrskarandi hönnun
• Fer lengra en að uppfylla bara skilyrði
• Setur ný viðmið fyrir aðbúnað hjúkrunarheimila með vistvænum áherslum
• Tryggir samfélagslega sjálfbærni
Mannvirkið sem hlaut Grænu skófluna árið 2023 er Móberg - hjúkrunarheimili í Árborg.
Móberg er í eigu Sveitarfélagsins Árborg og Heilbrigðisráðuneytisins, og er rekið af HSU.
Að hönnun og framkvæmd stóðu eftirtaldir aðilar:
→Umsjón hönnunar og framkvæmda: FSRE
→Arkitektar: Urban arkitektar ehf. og Loop Architects (DK)
→Verkfræðihönnun: Verkfræðistofa Reykjavíkur ehf.
→Rafkerfahönnun: Liska ehf.
→Ljósvistarhönnun: Liska ehf.
→Brunahönnun: Mannvit hf.
→Landslag: Hornsteinar arkitektar ehf.
→Hljóðhönnun: Brekke Strand (NO)
→BREEAM: EFLA hf.
→Algild hönnun og ráðgjöf: Harpa Cilia Ingólfsdóttir
→Aðalverktaki: Eykt ehf.

2022
Snemma núna í sumar var opnað fyrir tilnefningar mannvirkja til verðlaunanna. Fjölmargar tilnefningar bárust frá ýmsum aðilum víðs vegar að á landinu og spönnuðu tilnefningarnar mjög vítt svið mannvirkjagerðar, allt frá minni brúarframkvæmdum, einbýlishúsum og viðbyggingum, til umfangsmikilla þjónustustofnanna og fjölbýlishúsa.
Eftir yfirferð dómnefndar, sem að þessu sinni var skipuð stjórn Grænni byggðar, hefur eitt mannvirki verið valið til þess að hreppa verðlaunagripinn. Þótti dómnefndinni þetta tiltekna verkefni skera sig allnokkuð úr á mörgum sviðum.
Í niðurstöðu dómnefndar segir um mannvirkið:
Við undirbúning mannvirkjagerðarinnar hefur verið vandað við setningu markmiða fyrir verkefnið, bæði hvað varðar þá samfélagsstarfsemi sem mannvirkið rúmar og þeirri forskrift sem fylgja skyldi við hönnun þess.
Við úrlausn hönnunar hefur verið stuðst við lífsferilsgreiningu fyrir mannvirkið í heild sem styður við trúverðugleika þess að byggingin sé umhverfisvæn og kemur í veg fyrir grænþvott. Einnig hefur verið gerður samanburður á umhverfisáhrifum byggingarefna og efnisval hönnuða hefur verið byggt á þeim niðurstöðum sem mótar heilstætt og náttúrulegt útlit byggingarinnar.
Byggingin ber með sér að fyrirmæli framkvæmda og markmið verkefnisins hafi skilað sér í úrvinnslu verktaka og að eftirfylgni eigandans með BREEAM vottun á hönnun og framkvæmd muni staðfesta hvernig sjálfbærnimarkmiðum verkefnisins verður náð.
Sú staðreynd að um endurgerð á eldri byggingu er að ræða, þar sem kappkostað hefur verið að nýta sem best það steypta burðarvirki sem fyrir er, tryggir að framkvæmdin verður sporléttari en ella, auk þess að koma í veg fyrir óþarfa framleiðslu og flutning á nýjum byggingarefnum og úrvinnslu úr auðlyndum vegna byggingarinnar. Sem slík er byggingin verðug fyrirmynd fyrir endurbyggingar eldri mannvirkja í framtíðinni.
Mannvirkið sem hlaut Grænu skófluna árið 2022 er leikskólinn Brákarborg í Reykjavík að Kleppsvegi 150-152.
Brákarborg er í eigu Reykjavíkurborgar.
Að hönnun og framkvæmd stóðu eftirtaldir aðilar:
→ Efla hf. hafði umsjón með lífsferilsgreiningum;
→ Arkamon ehf. sá um hönnun burðarvirkis;
→ Teknik verkfræðistofa ehf. hannaði lagnir;
→ Liska ehf. hannaði rafkerfi og ljósvist;
→ Kanon arkitektar ehf. sáu um landslagshönnun;
→ Brunahönnun var í höndum Mannvits hf.;
→ Verktaki var Þarfaþing hf.;
→ BREEAM vottun var undir stjórn Verkís hf.



