Svansvottun

Svansmerki_RGB_enginn-texti_250x251.png

Fyrsta Svansvottaða húsið á Íslandi er Visthúsið í Garðabæ. Hér má fá nánari upplýsingar um það. Það voru þau hjónin Finnur Sveinsson umhverfisfræðingur og Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir hjartalæknir sem byggðu húsið.

Viðmið Svansins fyrir einbýlis- og fjölbýlishús má finna hér. 

Visthúsið í Garðabæ. Mynd: Finnur Sveinsson

Svanurinn er sam-Norrænt vottunarkerfi og leiðandi á heimsvísu. 

IKEA lét reisa fjölbýlishús í Urriðaholti sem er umhverfisvottuð samkvæmt stöðlum Svansins.

Fjölbýlishús IKEA. Mynd frá heimasíðu IKEA.

Fyrirlestrar frá morgunfundi Grænni
byggðar um Svaninn

Morgunspjall um Svaninn var haldið í samstarfi við Umhverfisstofnun og Svaninn var 31. maí 2019. Hér fyrir neðan má sjá fyrirlestra frá viðburðinum.

Guðrún Lilja Kristinsdóttir frá Umhverfisstofnun/Svaninum fjallaði almennt um Svaninn fyrir íslenskar byggingar en Umhverfisstofnun er að vinna að Svansvottun í endurbætum á sínu skrifstofuhúsnæði í eigu Reita.

Finnur Sveinsson fór yfir reynsluna af notkun Svansins bæði í sínu eigin einbýlishúsi og einnig reynslunni við IKEA blokkina sem nýlega fékk Svansvottun.


Björn Marteinsson frá Háskóla Íslands fór yfir orkulausnina sem var valinn í Svansvottaða húsið hans Finns og Þórdísar.

Rakel Sif S. Thorarensen nýútskrifaður byggingartæknifræðingur, flutti áhugavert erindi um byggingarúrgang í samhengi við Svansvottaða byggingu.

Grænni Byggð 2020

gb@graennibyggd.is

Sími: 692 2202

Árleynir 2-8, 112 Reykjavík

Kt: 460510-1550

  • Facebook
  • Twitter