top of page

Svansvottun

Svanurinn er sam-norrænt vottunarkerfi sem margir ættu að þekkja enda víða sjáanlegt á vörum af ýmsum toga. Svanurinn vottar bæði vörur og þjónustu og er vottunarkerfi Svansins fyrir byggingar í örum vexti á Norðurlöndunum og víðar. Á Íslandi er Umhverfisstofnun umsjónaraðili Svansins og sér starfsfólk þess um að aðstoða fyrirtæki í gegnum vottunarferlið og að gefa leyfi til notkunar merkisins. Tvö hús á Íslandi hafa nú verið svansvottuð. 

svanur.png

Svansvottun á Íslandi

visthusidfinnur.jpg

Fyrsta Svansvottaða húsið á Íslandi er Visthúsið í Garðabæ. Hér má fá nánari upplýsingar um það. Það voru þau hjónin Finnur Sveinsson umhverfisfræðingur og Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir hjartalæknir sem byggðu húsið.

Í fyrirlestri á vegum Grænni byggðar fór Finnur yfir reynsluna af notkun Svansins bæði í sínu eigin einbýlishúsi og einnig reynslunni við IKEA blokkina sem nýlega fékk Svansvottun.

Visthúsið í Garðabæ. Mynd: Finnur Sveinsson

ikea svansvottun.jpg

IKEA lét reisa fjölbýlishús í Urriðaholti sem er umhverfisvottuð samkvæmt stöðlum Svansins.


Guðrún Lilja Kristinsdóttir
 frá Umhverfisstofnun fjallaði í fyrirlestri almennt um Svaninn fyrir íslenskar byggingar en Umhverfisstofnun er að vinna að Svansvottun í endurbótum á sínu skrifstofuhúsnæði í eigu Reita.

Byko gaf nýverið út vörulista fyrir Svansvottað hús sem nefnist Vistvæn hús - vísir að vöruvali fyrir byggingu á vistvænu húsi. Vörurnar í handbókinni má nota við byggingu Svansvottaðra húsa. Hann má finna hér. 

Our Clients

bottom of page