top of page

Fræðsluhlutverk Grænni Byggðar

rvk.jpg

Eitt mikilvægasta hlutverk Grænni byggðar er að veita fræðslu og miðla upplýsingum sem stuðla að sjálfbærni og grænum áherslum í uppbyggingu.

Frá Fundaröð Reykjavíkurborgar um loftslagsmál, mynd frá Reykjavíkurborg 

59203873_2128110977243565_44386885410855

Frá Degi Grænni Byggðar 2019

Með fulltingi opinberra stofnana ásamt markaðsaðilum tekur Grænni byggð virkan þátt í að kynna og þróa leiðir í átt að sjálfbærum byggingum og skipulagi.

Sjálfbært skipulag

Sjálfbært skipulg

Íslensk sveitarfélög horfa í síauknum mæli til sjálfbærnis við skipulagsgerð. Ítarlegri upplýsingar um áherslur Grænni Byggðar í má finna í bæklingnum Vistvænt skipulag þéttbýlis, sjá hér

vistvænt skipulag þéttbýlis.PNG
Aðgengi að fjölbreyttum ferðamátum

Mikilvægt er að íbúar hafi gott aðgengi að umhverfisvænum ferðamátum á borð við almenningssamgöngur. Til staðar þurfa að vera góðar og aðlaðandi göngu- og hjólaleiðir.

mbl.is.jpg

Mynd frá mbl.is

Þjónusta innan hverfa

Lykilatriði í sjálfbæru skipulagi er að íbúar geti sótt sér alla helstu þjónustu innan síns hverfis gangandi eða hjólandi.

ssh.PNG
Verndun vistkerfis

Hlúa þarf líffræðilegum fjölbreytileika og jafnvægi vistkerfisins innan hins byggða umhverfis.

aðalskipulagrvk2.PNG
Fjölbreytt íbúasamsetning og framboð húsnæðis

Fjölbreytni í samsetningu íbúa er mikilvægur þáttur í að tryggja sjálfbærni hverfa. Til að endurspegla slíkt þarf gott framboð af fjölbreyttu húsnæði.

hjartagardurinn.jpg

Sjálfbærar byggingar

Sjálfbærar byggingar

Hvað er umhverfisvæn bygging? Hér má finna niðurstöður verkefnis þar sem leitast var við að svara því hvað sé umhverfisvæn bygging í íslensku samhengi. 

graenni_byggd_postkort_ljosara (1).jpg

Hér má finna skilgreiningu á vistvænni hönnun bygginga frá Framkvæmdasýslu Ríkisins. 

 

Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (RB) hefur gefið út mikið magn rannsóknarefni um íslenskan byggingariðnað. ​Hér er tengill inn á Rb blöð sem innihalda tæknilegar upplýsingar um ýmislegt sem viðkemur viðhaldi, hönnun og byggingu mannvirkja.

Grænni byggð hefur gefið út bæklinginn Efnisgæði, um umhverfisáhrif ólíkra byggingarefna.   Bæklinginn má finna hér.

Hof - í öræfum - ASK arkitektar.jpg

Hof í öræfum, ASK arkitektar 

Grænni Byggð gaf út bæklingin ​Híbýli og Heilsa, um hvernig heilsa og vellíðan notenda bygginga tengjast, hann má finna hér. Grænni Byggð vann einnig skýrslu um vottunarkerfi fyrir byggingar sem finna má hér. 

Viðmið Svansins fyrir einbýlis- og fjölbýlishús má finna hér en upplýsingar um viðmið fyrir BREEAM nýbyggingar má finna hér. 

Verkefni "EndurNýja - Sjálfbærar endurbætur á byggingum á Íslandi" má finna hér.

Vigfús Birgisson (2) (002).jpg

Mynd: Veröld, Hús Vigdísar. Vigfús Birgisson, andrými arkitektar

Leikskoli-Kjalarnesi-ASK-Arkitektar.jpg

 

Umhverfisáhrif frá byggingarsvæði geta verið veruleg en þar má til dæmis nefna úrgang, útblástur frá vinnuvélum og flutningstækjum, hávaða og annað.  Í Noregi hefur einnig komið fram að talsverð losun á gróðurhúsaáhrifum á sér stað frá vinnuvélum og flutningum á byggingarstað.  Sjá hér leiðavísir (á norsku) fyrir losunarlaus byggingarsvæði. 

Mynd: Leikskóli Kjalarnesi, ASK arkitektar 

Græn stefnumótun

Græn stefnumótun

Grænni byggð viðheldur góðu sambandi við löggjafarvaldið, ráðuneyti og sveitarfélög og veita reglulega umsagnir og ályktanir varðandi umhverfis-, skipulags- og byggingamál.

Umsögn Grænni byggðar varðandi uppfærða aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum 

Umsögn Grænni byyggðar við uppfærðri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum 

Innlegg Grænni byggðar varðandi aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. 

Innlegg Grænni byggðar til átakshóps í húsnæðismálum, janúar 2019 varðandi félagslega sjálfbærni og umhverfisáherslur. 

Áherslur Grænni byggðar á fundi með Samgöngu og sveitastjórnarráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni í nóvember 2018.

Áherslur Grænni byggðar varðandi hvata til að auka hlutfall vistvænna bygginga. 

Íslensk þýðing - samantekt á skýrslu WGBC um Bringing Embodied Carbon Upfront

Drög að markáætlun stjórnar mars 2021

bottom of page