top of page

Nordic Circularity Accelerator (NCA)

Um verkefnið

Verkefnið Nordic Circularity Accelerator (NCA) miðaði að því að auka samræmi og samvinnu í tengslum við hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði meðal norrænna hagsmunaaðila. Verkefnið var tengt verkefninu Nordic Networks for Circular Construction (NNCC), sem var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. 
Tilgangur NCA verkefnisins var að skoða þau atriði sem ekki féllu undir NNCC verkefnið og útbúa tillögur um hvernig auka mætti hringrás í mannvirkjagerð á landsvísu, á Norðurlöndunum og í Evrópu

Round Building

Yfirlit

Rannsóknarvinna fyrir verkefnið byggði á núverandi þekkingu og kafaði dýpra í ákveðin smáatriði. Upprunalegar rannsóknarspurningar voru eftirfarandi:

> Til hvaða ráðstafanna á hið opinbera að grípa til að flýta fyrir innleiðingu á hringrásarhagkerfinu á markaðinum?
> Hverju þarf að huga sérstaklega að á Norðurlöndunum öllum, og hverju þarf að huga að í hverju landi út af fyrir sig?
> Hvernig geta Norðurlöndin haft áhrif á ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins?
> Hvernig getur Norræna ráðherranefndin stuðlað að þróun hringrásarhagkerfisins í byggingariðnaði og hvaða atriði skulu sett í forgang?

Eftir gerð rannsóknarspurninga og greiningu á hvar vantaði þekkingu, var málefnið rætt í vinnustofum með hátt í 150 aðilum af markaðinum frá Norðurlöndunum.

bottom of page