top of page

BREEAM - Greining á ávinningi og kostnaði umhverfisvottana

Um verkefnið

Margir hagaðilar á byggingarmarkaði átta sig illa á heildarávinningi af umhverfisvottuðum mannvirkjaframkvæmdum á Íslandi og hafa óskað eftir gögnum og upplýsingum í því sambandi. Markmið verkefnisins er að mæta þeirri þörf með því að kortleggja árangur, ávinning og kostnað við vottunarkerfi og auka þekkingu á kostum og göllum kerfanna. Vonir standa til að þannig verði unnt að stuðla enn frekar að fjölgun umhverfisvottaðra byggingarframkvæmda.

Green Buildings
Green Buildings

Yfirlit

Verkefnið er tvíþætt:
1. Rannsókn á reynslu hagsmunaaðila á vistvottunarkerfum – BREEAM og Svanurinn.
2. LCA greining á losun mannvirkja – BREEAM vottuð og óvottuð.

Einnig stendur til að bæta við LCC greiningum, þar sem líftímakostnaður vottaðra bygginga er borin saman við líftímakostnað óvottaðra gygginga, og verður sá hluti unninn í samstarfi við Verkís.
 

Verkefnið hlaut styrk frá Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytinu.

bottom of page