Nordic_Sustainable_Construction_logo.png

Um verkefnið

Verkefnið Losunarlausir verkstaðir er einn verkpakki af fimm í samnorrænu verkefni sem ber heitið Sjálfbær mannvirkjagerðá á Norðurlöndunum
Verkefnið er fjármagnað af Nordic Innovation sem er stofnun undir Norrænu ráðherranefndinni. 
Losunarlausir verkstaðir er unnið í samvinnu við Innviðaráðuneytið og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og stendur yfir í rúmlega tvö ár. Markmið verkefnisins er að styðja við þróun framkvæmdasvæða sem eru án losunar gróðurhúsalofttegunda. 

Building Construction

Yfirlit

Norðurlöndin hafa sett sér það markmið að vera leiðandi í sjálfbærum byggingariðnaði. Því fylgja metnaðarfullar áætlanir um að draga úr umhverfis- og loftslagsáhrifum byggingarframkvæmda á öllum lífsferli bygginga. Til að ná markmiðinu er mikilvægt að virkja alla virðiskeðjuna. 
Samnorræna verkefninu Sjálfbær mannvirkjagerð á Norðurlöndunum var skipt á milli Norðurlandanna. Verkþættirnir eru: 
1.    Lífsferilsgreining. 
2.    Hringrásarhagkerfi og innkaup.
3.    Sjálfbær byggingarefni og arkitektúr.
4.    Losunarlausir verkstaðir.
5.    Samræming verkefnis og endurnýting byggingarefna.

Grænni Byggð á Íslandi tók að sér að vinna hluta 4 sem snýr að losunarlausum verkstöðum, í samvinnu við Innviðaráðuneytið og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. 
Markmið þess er að styðja við þróun í átt að losunarlausum byggingarsvæðum með stefnumótun og með því að byggja upp þá hæfni og getu innan byggingargeirans sem þarf til. Stefnt er að því að draga úr losun á byggingarsvæðum með því að hvetja til notkunar á losunarlausum orkugjöfum og þróa skipulagslausnir við flutning og meðhöndlun auðlinda.

Meginmarkmið

1.    Gefa út skýrslu sem tekur saman skilgreiningar, hugtök og kerfismörk losunarlausra verkstaða.
2.    Koma á samvinnuvettvang hagaðila. 
3.    Hvetja til rannsókna og nýsköpunar sem styður við losunarlausa verkstaði. 
4.    Vefsíða sett upp með leiðbeiningum. 

Building Construction