top of page
NNCC_Logo_blue.png

Um verkefnið

Nordic Networks for Circular Construction (NNCC) er tveggja ára verkefni sem miðar að því að hraða innleiðingu aðferða hringrásarhagkerfis í byggingariðnaði á Norðurlöndunum. Verkefnið er fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni
Verkefnið samanstendur af sex verkþáttum, þar sem Grænni Byggð og Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun (HMS) hafa umsjón með Verkþætti 6: Landsvettvangar.

Aðrir verkþættir fjalla meðal annars um að greina hindranir og tækifæri við að innleiða hringrásarhagkerfi á Norðurlöndum og hringrásarvísa. 
 

Discussion on Office Balcony

Verkþáttur 6: Landsvettvangar

Mikilvægur þáttur í sjálfbærri þróun og hringrásarhugsun í byggingariðnaði er að deila þekkingu og reynslu á milli allra hagaðila virðiskeðjunnar. Svokallaðir landsvettvangar (þekkingarnet) eru oft notaðir í þessum tilgangi og samanstanda þeir af þverskurði byggingariðnaðarins. Það er því eitt af markmiðum Verkþáttar 6: Landsvettvangar að mynda slíkt þekkingarnet á Íslandi sem farveg til að dreifa þekkingu um hringrásarhugsun í byggingarframkvæmdum, sérstaklega í íslensku og norrænu samhengi án þess þó að útiloka framsæknar evrópskar og alþjóðlegar hugmyndir. 


Auk þess verða skipulagðar vinnustofur með ýmsum hagaðilum til að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfis í norrænum byggingariðnaði. Vinnustofurnar munu kynna niðurstöður um hvað getur hindrað innleiðingu hringrásar (Verkþáttur 2: Greining hindrana og tækifæra) og mögulegar lausnir verða ræddar til að skilgreina nauðsynleg skref til að hraða innleiðingu hringrásar í byggingariðnaði.

Markmið

> Stofna þekkingarnet um hringrásarhagkerfi í byggingariðnaði á Íslandi til að deila þekkingu og reynslu til íslenskra og erlendra hagaðila í byggingariðnaði;

> Skigreina nauðsynleg skref til að hraða innleiðingu hringrásarhagkerfis á Norðurlöndum.

bottom of page