top of page

Eldri viðburðir - 2022

Morgunfundur - losunarlausir verkstaðir

15/12/2022

Á þessum morgunfundi var fjallað um losunarlausa verkstaði. 


Kynning var á verkpakka 4 í Nordic Sustainable Construction verkefninu, sem snýr að losunarlausum verkstöðum. Innviðaráðuneytið er ábyrgt fyrir þeim hluta verkefnisins og vinna að honum í samstarfi við Grænni byggð og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.


Starfsfólk Grænni byggðar fjallaði um kerfismörk verkstaðarins og lausnir, en lögð var áhersla á umræður og samtal hagaðila. Samtalið var ríkt af þekkingu og því hefur umræðuhlutinn af morgunfundinum fengið að fylgja með í birtri upptöku.

Hægt er að nálgast glærur hér.

Morgunfundur - hönnunarferli leikskólans í Urriðaholti

25/11/2022

Á þessum morgunfundi kynnti Hulda Jónsdóttir, eigandi og arkitekt hjá HJARK, hönnunarferli leikskólans í Urriðaholti.


Leikskólinn mun standa við Holtsveg 20 og verður fyrir allt að 120 börn. Hönnunarferli leikskólans lagði áherslur á vistvænar lausnir, og fer Hulda meðal annars yfir þetta ferli með hliðsjón af kröfum Svansvottunar. Byggingin verður úr krosslímdum timbureiningum (KLT) á steyptum undirstöðum.

Móttaka byggingarúrgangs

25/11/2022

Samtök iðnaðarins og Mannvirki – félag verktaka stóðu fyrir fundi um móttöku byggingarúrgangs. Hægt er að nálgast upptöku af fundinum hér.

Hugum að hitaveitunni - er alltaf nóg til?

17/11/2022

Samorka bauð til morgunfundar um málefni hitaveitna, stöðu jarðhitaauðlindarinnar og forðamála. Einnig var farið yfir það hvernig stjórnvöld geti stutt við sjálfbæra þróun hitaveitna.

Hægt er að nálgast upptöku af fundinum hér.

Kolefnisspor framkvæmda - áherslur og aðgerðir 

16/11/2022

Landsvirkjun, Vegagerðin og Isavia, héldu opinn fund um kolefnisspor framkvæmda, hvernig hægt sé að lágmarka sporið, og hvaða aðgerða er þörf.

Hægt er að nálgast upptöku af fundinum á facebook síðu viðburðarins, hér.

03/11/2022

Morgunfundur - hönnun og framkvæmd Brákarborgar

Á þessum morgunfundi var fjallað um hönnun og framkvæmd á mannvirkinu sem hlaut Grænu skófluna árið 2022 – leikskólann Brákarborg í Reykjavík að Kleppsvegi 150-152, í eigu Reykjavíkurborgar. Þær Gyða Mjöll Ingólfsdóttir og Sólveig Ingimarsdóttir héldu erindið fyrir hönd Reykjavíkurborgar, og vinna þær báðar á skrifstofu framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg. Gyða Mjöll er verkefnastjóri umhverfismála og Sólveig er verkefnastjóri í nýbyggingum og jafnframt verkefnastjóri framkvæmdarinnar.


Það er margt sem er til fyrirmyndar við endurbyggingu Brákarborgar. Markmiðasetning verkefnisins var metnaðarfull, bæði hvað varðar samfélagsstarfsemina og árangur í umhverfismálum. Við hönnun var stuðst við lífsferilsgreiningu og gerður samanburður á umhverfisáhrifum byggingarefna, og efnisvalið var svo byggt á niðurstöðunum. Byggingin er í BREEAM vottun á hönnun og framkvæmd og þannig mun eftirfylgni staðfesta sjálfbærnimarkmiðin. Byggingin hýsir mikilvæga samfélagslega þjónustu en einnig getur lóðin nýst þeim sem búa í nærumhverfi hennar. Steypt burðarvirki var nýtt áfram, og þannig var kolefnisspor byggingarinnar haldið í lágmarki. 

Dagur Grænni Byggðar 2022

30/09/2022

Árlegur Dagur Grænni byggðar var haldinn í IÐNÓ þetta árið föstudaginn 30. september 2022. Viðburðurinn hófst með 12 áhugaverðum erindum þar sem fagfólk í sjálfbærni í byggingargeiranum flutti. Að loknum kynningum afhenti Ragnar Ómarsson, stjórnarformaður Grænni byggðar, Grænu Skófluna.

Yfir 130 þátttakendur tóku þátt i Dagur Grænni byggðar.

Sjá viðburð á facebook hér.

Dagskrá:

Fundarstjóri: Kristjana Ósk Jónsdóttir

​→ Byggjum grænni framtíð: Staða á aðgerðum á ábyrgð HMS sem eru komnar af stað

(Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, Teymisstjóri nýsköpunarteymis, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun);

Umhverfisvænasti fermeterinn - Sóknarfærin í samfélagslega ábyrgum rekstri eignasafns FSRE

(Guðrún Ingvarsdóttir, Forstjóri, Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir);

Þegar núllið verður ætlunarverkið – vegferðin í átt að vistvænni steypuframkvæmdum

(Sigríður Ósk Bjarnadóttir, Framkvæmdastjóri umhverfismála, Hornsteinn);

Góðir hlutir gerast (of) hægt

(Brynjólfur Bjarnason, Viðskiptastjóri og meðlimur í sjálfbærninefnd, Íslandsbanki);

Nýr sjálfbærnisrammi í framkvæmdum

(Jón Kolbeinn Guðjónsson, Deildarstjóri verkfræðideildar, Isavia);

Sjálfbærnivegferðin hjá Regin. Hvernig náum við hámarks árangri sem fyrst

(Helgi S. Gunnarsson, Forstjóri, Reginn);

Viðbrögð við loftslagsbreytingum

(Íris Þórarinsdóttir, Umhverfisstjóri, Reitir);

Ártúnshöfðinn - BREEAM vottað hverfi í Reykjavík

(Ólöf Kristjánsdóttir hjá Mannvit – f.h. Reykjavíkurborgar);

Lágmörkum lífsferilsáhrif virkjana

(Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, Forstöðumaður Loftslag og grænar lausnir, Landsvirkjun);

UAveiro green buildings – Dæmi um hringrásarhagkerfi í byggingariðnaði

(Ragnar Ómarsson, Sérfræðingur í sjálfbærni mannvirkja, Verkís);

Hvernig skilar hönnun lægra vistspori í mannvirkagerð – dæmi frá EFLU

(Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, Orku- og umhverfisverkfræðingur, EFLA);

Umhverfisvæn hús í Urriðaholti

(Benedikt Ingi Tómasson, Framkvæmdarstjóri, Vistbyggð).

GB_Day_2022.jpg
GB_Day_2022_Green_shovel.jpg

Verkefnafundur í Osló - Nordic Sustainable Construction - Losunarlausir verkstaðir

07/09/2022

Þann 7. september var haldinn verkefnisfundur Nordic Sustainable Construction. Grænni byggð ber ábyrgð á WP4 (Losunarlausir verkstaðir) og var umfang vinnupakkans kynnt á fundinum.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.

Nordic_Sustainable_Construction_logo.png

Byggjum grænni framtíð. Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030: Losun, markmið og aðgerðir

08/06/2022

Þann 8. júní var haldinn viðburður á vegum Byggjum grænni framtíð um útgáfu á 2. og 3. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð 2030

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra ávörpuðu gesti. 

Áróra Árnadóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar, og Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri Byggjum grænni framtíð, héldu erindi um vegvísinn eftir ávörp ráðherranna tveggja.

Nánari upplýsingar um vegvísinn má finna hér.

Dagskrána má finna hér.

Hér er hægt að nálgast upptöku af viðburðinum.

Morgunfundir

02-05/2022

Fyrsti fundurinn (16/02) var um vottaðar byggingar, og má finna glærurnar hér:

Svanurinn

BREEAM

Annar fundurinn (16/03) var um hringrásarhagkerfið og haldinn í samstarfi við KLAK Icelandic Startups. Glærur:

Hringiða

Hringrásarbyggingar

SORPA

Þriðji fundurinn (28/04) var sameinaður Aðalfundi Grænni byggðar. Andri Gunnarsson brúarverkfræðingur kynnti notkun á íslensku timbri í útivistarbrú yfir Þjórsá. Samantekt erindisins er að finna í fundargerð aðalfundar (6. liður).

Fjórði fundurinn (18/05) var um steypu. Glærur:

Hornsteinn

2022_Morgunfundir_poster.jpg

Aðalfundur Grænni byggðar

28/04/2022

Aðalfundur Grænna bygård fór fram 28. apríl kl. 15 í fyrirlestrasal Verkís. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var eftirfarandi á dagskrá:

→ Nýr verkefnastjóri kynnti hringrásarverkefnið CIRCON;
→ Vinningstillaga úr hugmyndasamkeppni um verðlaunagrip Grænu Skóflunar kynnt;
→ Andri Gunnarsson, brúarverkfræðingur hjá EFLU, kynnti notkun íslensks timburs í útibrú yfir Þjórsá.

Fundargerð aðalfundar hér.

Málþing um bætta orkunýtingu í byggingum

31/03/2022

OR / Veitur og Grænni byggð héldu málþing um ábyrga nýtingu náttúruauðlinda og minni orkusóun.

Viðburður og live video á Facebook hér.

OrkumálÝing1024_1.jpg

Nordic GBC Webinar #5: Circular Economy in the Real Estate and Construction Sector

10/03/2022

Viðburðurinn var skipulagður innan Nordic Green Building Councils Network og var haldinn á ensku.

Dagskrá:

​→ On the importance of Circular Economy

(Green Building Council Finland);

​→ Introducing the Nordic Network for Circular Construction

(Matti Kuittinen, Ministry of the Environment of Finland);

State of the Art Analysis on Circularity in the Nordic Construction Sector

(Sabine Barth, WSP);

How to work with Circularity – New Handbook by the City of Copenhagen

(Jens Runge, Chief consultant & head of sustainability);

Practical Examples from the Field:

- Regional Circularity (Sigríður Ósk Bjarnadótti);

- Reusing concrete slabs in commercial construction (Henning Fjeldheim, Skanska Norway).

Nordic Webinar no 5 FIGBC.png
Nordic GBC Webinar #5

Nordic GBC Webinar #4: Resilience and Climate Adaptation

19/01/2022

Webinar#4SocialMedia.png

Live video hér:

Þessi webinar er hluti af rafrænu málstofunum um markmið GBC á Norðurlöndum, og var hann skipulagður í samstarfi við IÐAN Fræðslusetur. Sérfræðingar á Norðurlöndunum fræddu okkur um hættuna sem stafar af loftslagsbreytingum í Norrænu samhengi og loftslagsaðlögun hins byggða umhverfis.

Viðburðurinn fór fram á ensku.

Dagskrá:

​→ Climate changes in the Nordic countries - The IPCC report and how climate change will act out in the Nordic hemisphere

(Dr Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Prófessor í jarðeðlisfræði, Háskóla Íslands);

​→ Potential impact on the built environment and infrastructure - How the effects of climate change differ between regions

(Miisa Tähkänen, Sérfræðingur í sjálfbæru byggðu umhverfi, GBC Finnland);

Scenario Analysis in Climate Related Risks & Opportunities - A scenario approach to baselines for assessment of actions towards resilience and climate adaption

(Sigurður Freyr Jónatansson, Sérfræðingur í fjármálastöðugleika, Seðlabanki Íslands);

Climate change adaption in a man-made environment:

- Climate Adaption for urban rainwater & sewage systems

(Dr Kim Haukeland Paus, Verkfræðingur, Asplan Viak);

- Sankt Kjeld’s Square and Bryggervangen, a case study

(Alexandra Vindfeld Hansen, Landslagsarkitekt og yfirmaður R&D sviðs SLA sLAB).

Nordi GBC Webinr #4
bottom of page