top of page

Viðburðir á næstunni

Frekari upplýsingar fljótlega!

Eldri viðburðir - 2023

Skýrslan Losunar lausir verkstaðir, skilgreiningar, mörk og staðan á norðurlöndunum, gefin út í mars síðastliðinn

16/03/2023

Í fyrsta hluta verkefnisins  var áhersla lögð á að safna gögnum og vinna að skýrslu sem skilgreinir kerfismörk og hugtök tengd losunarlausum verkstöðum. Skýrslan lýsir einnig stöðunni í dag og er góður undirbúningur fyrir næstu skref verkpakkans. Sameiginlegar skilgreiningar á hugtökum verkstaða og hvaða losun er innifalin er grunnur að norrænum reglugerðum og leiðbeiningum á þessu sviði.

Hér er hægt að nálgast skýrsluna:

https://www.norden.org/da/node/79878

Net-viðburður var haldinn til að kynna útgáfu skýrslunnar, þá var einnig sagt frá samstarfsneti verkefnisins og sýnt frá heimsókn á verkstaðinn The Green Construction Site of the Future. Kynnir viðburðarins var Hólmfríður Bjarnadóttir og sérfræðingar frá Volvo CE og SiteHub kynntu hugmyndir sinna fyrirtækja.​

Hér er hægt að horfa á upptöku af viðburðinum:

19/01/2023

Brýn þörf á breytingum

Vinnustofan Hringborð Hringrásar um innleiðingu hringrásar í byggingariðnaði fór fram í Grósku þann 19. janúar þar sem hagaðilar í geiranum áttu innihaldsríkt samtal um aðkallandi verkefni og brýna þörf á að hraða breytingum.

Vinnustofan var skipulögð af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Arkitektafélagi Íslands, Eflu og Grænni byggð, í samstarfi við Samtök iðnaðarins, Reykjavíkurborg og FSRE

Um fjörutíu áhrifamiklir aðilar úr allri virðiskeðju byggingariðnaðarins, frá fasteignafélögum, verktökum, verkfræðistofum, arkitektastofum, stofnunum og stjórnvöldum tóku þátt í vinnustofunni.

Niðurstaða vinnustofunnar var skýr:

Ísland stendur nágrannaþjóðum að baki þegar kemur að innleiðingu hringrásar í byggingariðnaði og brýn þörf er fyrir breytingar.

Hvað þarf að gera?

> Nýjar leikreglur.

> Markaðstorg fyrir notaðar byggingarvörur.

> Öflugt rannsóknasetur byggingariðnaðar.

> Hanna nýjar byggingar með áherslu á endurnýtingu og sveigjanleika.

> Endurhanna og nýta eldri byggingar.

> Grænt hvatakerfi fyrir byggingariðnaðinn.

> Sterkt samstarf allra hagaðila.

Það er ljóst að mikil þörf er á markvissu samtali og samvinnu þvert á alla virðiskeðjuna. Á fundinum var mikill samhljómur þátttakenda um mikilvægi þess að allur geirinn sameinist um að virkja aðferðir hringrásar í byggingariðnaði þvert á hagsmuni. Nú þegar er verið að vinna í þessum málum víða í samfélaginu en öll keðjan verður að taka saman höndum til að tryggja árangur.

2023.01.19_Hringras.png

Í upphafi fundar fengu þátttakendur innblástur frá erlendum sérfræðingunum, Helle Redder Momsen, skrifstofustjóra Nordic Sustainable Construction frá Danmörku og Alexander van Leersum, forstöðumanni Build to Impact í Rotterdam, Hollandi sem miðluðu af reynslu sinni af innleiðingu hringrásar í byggingar verkefnum. Arnhildur Pálmadóttir arkitekt og Áróra Árnadóttir hjá Grænni byggð fjölluðu um nýleg dæmi um verkefni hér á landi þar og almennt um stöðu mála á Íslandi varðandi innleiðingu hringrásar í byggingariðnaði.

Opinn fundur um sama málefni fór fram síðar um daginn í Grósku þar sem gestir fengu innsýn inn þetta mikilvæga samtal ásamt því að líflegar panelumræður fóru fram.

Í pallborði tóku þátt; Borghildur Sturludóttir, deildarstjóri hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, Friðjón Sigurðsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Reitum, Halldór Eiríksson, formaður Samark, Hermann Jónasson, forstjóri HMS og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka.

Verkefnið Hringborg hringrásarinnar er unnið með stuðningi frá Aski Mannvirkjarannsóknarsjóði.

bottom of page