Viðburðir á næstunni
Dagur Grænni byggðar 2023
27/09/2023
Dagur Grænni byggðar verður haldinn þann 27. september frá 13:00-17:00 í Grósku!
Græna Skóflan verður afhent, en hún er viðurkenning fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum.
Skráning fer fram hér.
Viðburður á facebook er hér.

Vistvæn innviði
13/09/2023
Hefur þú velt fyrir þér stöðu vistvænna innviða á Norðurlöndunum?
Þann 13. september munum við hjá Grænni byggð ásamt systursamtökum okkar í Svíþjóð, Finnlandi, og Noregi halda málstofu frá kl 10:00 - 11:30.
Farið verður yfir stöðuna á sjálbærni í innviðum í hverju landi fyrir sig, og svo fáum við tvö erindi um framúrskarandi dæmi. Einnig verður hægt verður að taka þátt í umræðum.
Skráning fer fram hér.

CIRCON ráðstefna. Hringrás í byggingariðnaði: erum við tilbúin í stökkið?
01/09/2023
Grænni byggð heldur ráðstefnu í Laugardalshöll þann 1. september frá 09:30. Formlegri dagskrá lýkur kl. 15:10 en síðan gestum gefst tími til að spjalla.
Ráðstefnan er hluti af Iðnaðarsýningunni, og vinnum við saman með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til að samtvinna ráðstefnuna við sýningu þeirra, þar sem styrkþegar úr Aski - mannvirkjarannsóknarsjóði verða í forgunni.
A ráðstefnunni verður hagnýtri reynslu miðlað um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði og helstu hindranir verða ræddar.
Fundarstjóri: Freyr Eyjólfsson, Verkefnastjóri hringrásarhagkerfisins, SORPA
Ráðstefnan er ókeypis og boðið verður upp á hádegismat.
Miðar á iðnaðarsýninguna verða gefnir þátttakendum í lok ráðstefnu.
Ef þú getur ekki mætt í eigin persónu, bjóðum við þér að horfa á viðburðinn hér.
Erindi:
Anna María Bogadóttir, URBANISTAN
Arnhildur Pálmadóttir, Lendager Island
Guðný Káradóttir, VSÓ
Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Jan Dobrowolski, Studio Ludíka
Katarzyna Jagodzińska, Grænni byggð
Narfi Þorsteinsson, Rúststeinar
Ólöf Salmon Guðmundsdóttir, PAGO
Sighvatur Lárusson, CIRCULA
Sigríður Ósk Bjarnadóttir, Hornsteinn
Tvískiptur panell:
Aðalheiður Atladóttir, FSRE
Ásgeir B. Torfason, Háskóli Íslands
Bjarma Magnúsdóttir, ÍAV
Björg Ásta Þórðardóttir, SI
Halla Helgadóttir, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Hulda Hallgrímsdóttir, Reykjavíkurborg
Íris Þórarinsdóttir, Reitir
Perla Dís Kristinsdóttir, Basalt Architects
Sigríður Maack, Arkitektafélags Íslands
Þórunn Sigurðardóttir, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Eldri viðburðir - 2023
Hreyfiafl vistvænnar þróunar í mannvirkjagerð
22/08/2023
Byggjum grænni framtíð: Staða verkefnis ári eftir útgáfu Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð 2030
Þann 22. ágúst frá kl 14:00 verður stöðufundur á vegum Byggjum grænni framtíð. Farið verður yfir stöðuna á Vegvísinum og helstu aðgerðir sem hafa verið framkvæmdar, en einnig verður rætt um næstu skref og framkvæmd endurmats 2024.
Innviðaráðherra og umhverfisráðherra ávarpa fundinn.
- Erindi um Byggjum grænni framtíð. Vegferðin hingað til og sú sem framundan er.
- Pallborðsumræður 1: Byggjum með vistvænni byggingarefnum.
- Pallborðsumræður 2: Byggjum upp vistvænni þekkingu.
- Pallborðsumræður 3: Hreyfiafl til framtíðar.
Formlegri dagskrá lýkur kl. 15:45 en síðan verður boðið upp á veitingar og gestum gefst tími til að spjalla.
Viðburðurinn fer fram í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll (Nasa) og í streymi.
Skráning fer fram hér

35.000 íbúðir á 10 árum: Hvernig er best að gera þetta?
05/05/2023
Á HönnunarMars 2023 hélt Arkitektafélag Íslands, í samstarfi við Grænni byggð og Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS), málstofu í Grósku þar sem gæði, umhverfið og samfélag var sett í fyrsta sæti. Málstofan spratt út frá nýrri húsnæðisáætlun, þar sem ríki og sveitafélög ætla að tryggja byggingu 35.000 nýrra íbúða á landinu á næstu 10 árum.
Málstofan byrjaði á erindum frá arkitektum og rithöfundum, sem gaf innblástur inn í pallborðsumræður. Fundarstjórn var í höndum Brynju Þorgeirsdóttur.
Erindi:
Anna María Bogadóttir, Arkitekt og rithöfundur
Arnhildur Pálmadóttir, Arkitekt
Friðgeir Einarsson, Rithöfundur
Kristján Örn Kjartansson, Arkitekt
Tvískiptur panell:
Andri Snær Magnason, Rithöfundur
Arnhildur Pálmadóttir, Arkitekt
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, Skipulagsfræðingur
Borghildur Sturludóttir, Arkitekt
Dagur B. Eggertsson, Borgarstjóri Reykjavíkur
Gylfi Gíslason, Framkvæmdastjóri Jáverk
Hermann Jónsson, Forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
Jóhannes Þórðarson, Arkitekt
Rósa Guðbjartsdóttir, Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar
Sigurður Hannesson, Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Sigurður Ingi Jóhannsson, Innviðaráðherra

Grænt stökk í mannvirkjagerð
27/04/2023
Síðastliðinn fimmtudag tóku um 300 manns þátt í viðburðinum Grænt stökk í mannvirkjagerð þar sem rætt var um umskipti yfir í sjálfbæran byggingariðnað með hringrásarhagkerfið að leiðarljósi. Meginskilaboð dagsins voru: Við getum þetta, en við verðum að vinna saman til að ná umskiptunum. Lykilfyrirlesturinn var fluttur af Anders Lendager, framkvæmdastjóra Lendager Group, sem sannaði að hringrásarbyggingar eru mögulegar, og afsannaði þá mýtu að hringrásarbyggingar séu alltaf mun dýrari en þær hefðbundnu. Samstarfsfélagi hans á Íslandi, Arnhildur Pálmadóttir, sýndi verkefni sín sem sannaði að þetta er líka möguleiki á Íslandi með því að skoða vandlega þau staðbundnu efni sem eru fáanleg.
Á sömu nótum kynntum við stutt yfirlit yfir nýjar áskoranir og breytingar á hlutverkum hagsmunaaðila þegar skipt er yfir í hringrásarhagkerfi í byggingariðnaði, sem er hluti af niðurstöðum CIRCON verkefnisins. Við ræddum einnig önnur yfirstandandi og nýlokin verkefni, með áherslu á þau sem tengjast Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030.


Dagskrá og kynningar:
Fundarstjóri: Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins.
→ Sigurður Ingi Jóhannsson, Innviðaráðherra, Ávarp
→ The invention of the (un)natural system (á ensku)
(Anders Lendager, Arkitekt, stofnandi og framkvæmdastjóri Lendager Group, Lendager Group)
→ Nordic Sustainable Construction: Norræna vegferðin í vistvænni mannvirkjagerð (á ensku)
(Helle Redder Momsen, Verkefnastjóri Nordic Sustanable Construction)
→ Byggjum grænni framtíð: Íslenska vegferðin í vistvænni mannvirkjagerð
(Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, Framkvæmdastjóri Mannvirkja og sjálfbærni, HMS)
→ Hvernig byggir Grænni byggð grænni framtíð?
(Áróra Árnadóttir, Framkvæmdastjóri, Grænni Byggð)
→ Urban society and urban agglomeration. The circular economy (á ensku)
(Jukka Heinonen, Prófessor, Háskóli Íslands)
→ Arkitektúr og mannvirkjagerð með sjálfbærni og hringrásarhagkerfið að leiðarljósi
(Arnhildur Pálmadóttir, Arkitekt og meðeigandi, Lendager á Íslandi)
→ Circular construction: Can we continue with business as usual? (á ensku)
( Katarzyna Jagodzińska, Verkefnastjóri, Grænni byggð)
→ Loftslagsmarkmið, vistvæn steypa og byggingariðnaður
(Sigríður Ósk Bjarnadóttir, Framkvæmdastjóri umhverfis- og gæðamála, Hornsteinn)
( Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, Verkefnastjóri Asks – mannvirkjarannsóknasjóðs, HMS)
→ Samtal um grænt stökk í mannvirkjagerð, vegferðina, tækifærin, áskoranirnar og nýja nálgun
Anders Lendager (Arkitekt, stofnandi og framkvæmdastjóri Lendager Group, Lendager Group) og Sigurður Hannesson (Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins)
Viðburðurinn var á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Grænni byggð.
Skýrslan Losunar lausir verkstaðir, skilgreiningar, mörk og staðan á norðurlöndunum, gefin út í mars síðastliðinn
16/03/2023
Í fyrsta hluta verkefnisins var áhersla lögð á að safna gögnum og vinna að skýrslu sem skilgreinir kerfismörk og hugtök tengd losunarlausum verkstöðum. Skýrslan lýsir einnig stöðunni í dag og er góður undirbúningur fyrir næstu skref verkpakkans. Sameiginlegar skilgreiningar á hugtökum verkstaða og hvaða losun er innifalin er grunnur að norrænum reglugerðum og leiðbeiningum á þessu sviði.
Hér er hægt að nálgast skýrsluna:
Net-viðburður var haldinn til að kynna útgáfu skýrslunnar, þá var einnig sagt frá samstarfsneti verkefnisins og sýnt frá heimsókn á verkstaðinn The Green Construction Site of the Future. Kynnir viðburðarins var Hólmfríður Bjarnadóttir og sérfræðingar frá Volvo CE og SiteHub kynntu hugmyndir sinna fyrirtækja.
Hér er hægt að horfa á upptöku af viðburðinum:
Brýn þörf á breytingum
19/01/2023
Vinnustofan Hringborð Hringrásar um innleiðingu hringrásar í byggingariðnaði fór fram í Grósku þann 19. janúar þar sem hagaðilar í geiranum áttu innihaldsríkt samtal um aðkallandi verkefni og brýna þörf á að hraða breytingum.
Vinnustofan var skipulögð af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Arkitektafélagi Íslands, Eflu og Grænni byggð, í samstarfi við Samtök iðnaðarins, Reykjavíkurborg og FSRE.
Um fjörutíu áhrifamiklir aðilar úr allri virðiskeðju byggingariðnaðarins, frá fasteignafélögum, verktökum, verkfræðistofum, arkitektastofum, stofnunum og stjórnvöldum tóku þátt í vinnustofunni.
Niðurstaða vinnustofunnar var skýr:
Ísland stendur nágrannaþjóðum að baki þegar kemur að innleiðingu hringrásar í byggingariðnaði og brýn þörf er fyrir breytingar.
Hvað þarf að gera?
> Nýjar leikreglur.
> Markaðstorg fyrir notaðar byggingarvörur.
> Öflugt rannsóknasetur byggingariðnaðar.
> Hanna nýjar byggingar með áherslu á endurnýtingu og sveigjanleika.
> Endurhanna og nýta eldri byggingar.
> Grænt hvatakerfi fyrir byggingariðnaðinn.
> Sterkt samstarf allra hagaðila.
Það er ljóst að mikil þörf er á markvissu samtali og samvinnu þvert á alla virðiskeðjuna. Á fundinum var mikill samhljómur þátttakenda um mikilvægi þess að allur geirinn sameinist um að virkja aðferðir hringrásar í byggingariðnaði þvert á hagsmuni. Nú þegar er verið að vinna í þessum málum víða í samfélaginu en öll keðjan verður að taka saman höndum til að tryggja árangur.

Í upphafi fundar fengu þátttakendur innblástur frá erlendum sérfræðingunum, Helle Redder Momsen, skrifstofustjóra Nordic Sustainable Construction frá Danmörku og Alexander van Leersum, forstöðumanni Build to Impact í Rotterdam, Hollandi sem miðluðu af reynslu sinni af innleiðingu hringrásar í byggingar verkefnum. Arnhildur Pálmadóttir arkitekt og Áróra Árnadóttir hjá Grænni byggð fjölluðu um nýleg dæmi um verkefni hér á landi þar og almennt um stöðu mála á Íslandi varðandi innleiðingu hringrásar í byggingariðnaði.
Opinn fundur um sama málefni fór fram síðar um daginn í Grósku þar sem gestir fengu innsýn inn þetta mikilvæga samtal ásamt því að líflegar panelumræður fóru fram.
Í pallborði tóku þátt; Borghildur Sturludóttir, deildarstjóri hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, Friðjón Sigurðsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Reitum, Halldór Eiríksson, formaður Samark, Hermann Jónasson, forstjóri HMS og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka.
Verkefnið Hringborg hringrásarinnar er unnið með stuðningi frá Aski Mannvirkjarannsóknarsjóði.